Leikfélagið sýnir Línu Langsokk
Leikfélag Mosfellssveitar sýnir um þessar mundir söngleikinn um Línu Langsokk eftir Astrid Lindgren sem fólk á öllum aldri ætti að þekkja.
Þegar ný stelpa flytur inn í Sjónarhól með apann sinn Herra Níels og hestinn Litla Kall umturnast líf Tomma og Önnu og þau lenda í hverju ævintýrinu á eftir öðru. Aron Martin Ásgerðarson leikstýrir verkinu, Þorsteinn Jónsson er tónlistarstjóri og Eva Björg Harðardóttir hannar leikmynd og búninga.
Stór hópur leikara og tónlistarfólks tekur þátt í uppsetningunni og mega gestir eiga von á sannkallaðri söng- og dansveislu.
Sýningar fara fram á sunnudögum í Bæjarleikhúsinu í Mosfellsbæ og er miðasalan í fullum gangi á tix.is.