Kjósum menningu

Davíð Ólafsson

Davíð Ólafsson

Einu sinni spjallaði ég við forstjóra Villeroy & Boch eftir tónleika sem ég söng á í Þýskalandi. Ég spurði af hverju þeir væru að styrkja tónleika í svona litlu bæjarfélagi.
Svarið var einfalt: „Til að fá hæft fólk til starfa verðum við að halda uppi öflugu menningarlífi á svæðinu. Enginn vill búa þar sem ekkert er um að vera.‘‘
Ég býð mig fram í 3.-5. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ. Ég hef starfað við tónlist og skipulagningu menningarlegra viðburða í 15 ár. Í bæjarstjórn Mosfellsbæjar þarf að vera öflugur fulltrúi menningar og menntamála.
Ég mun standa vörð um það góða starf sem hér hefur verið unnið og efla það á allan hátt fái ég umboð til þess. Ég treysti á ykkar stuðning.

Davíð Ólafsson