Jóna Benediktsdóttir ráðin skólastjóri Varmárskóla
Jóna Benediktsdóttir hefur verið ráðin í starf skólastjóra Varmárskóla frá 1. ágúst. Hún er með B.Ed gráðu frá KHÍ, meistaragráðu í sérkennslufræðum og diplómu í stjórnun menntastofnana frá HÍ. Hún hefur einnig setið námskeið í stjórnun og opinberri stjórnsýslu.
Jóna hefur starfað sem grunnskólakennari, aðstoðarskólastjóri til fjölda ára og sem skólastjóri við grunnskólann á Ísafirði. Frá 2018 hefur hún starfað sem skólastjóri við grunnskólann á Suðureyri. Jóna hefur tekið þátt í fjölmörgum þróunarverkefnum, haldið námskeið og ritað greinar um skólamál. Jóna hefur sinnt ýmsum trúnaðarstörfum og hefur gegnt formennsku í félagi um „Uppbyggingu sjálfsaga“ og hefur réttindi til að kenna þau fræði.