Helgafellsskóli hlaut Íslensku menntaverðlaunin
Helgafellsskóli hlaut á dögunum Íslensku menntaverðlaunin fyrir framúrskarandi þróunarverkefni.
Verkefnið er nýsköpunarverkefni sem ber heitið Snjallræði og nær frá leikskólastigi upp á unglingastig. Markmið verkefnisins er að nemendur þjálfist í skapandi og gagnrýninni hugsun. Verkefnið felst í hönnunarstund þar sem nemendur takast á við raunveruleg samfélagsvandamál og nota til þess ferli hönnunar og hönnunarhugsunar sem reynir á samvinnu, samskipti og að hugsa út fyrir kassann.
Verðlaunin voru afhent á Bessastöðum 5. nóvember.