Helgafellsskóli hlaut Íslensku menntaverðlaunin

Halla Tóm­as­dótt­ir for­seti Ís­lands af­henti verð­laun­in þeim Rósu Ingvars­dótt­ur skóla­stjóra og Mál­fríði Bjarna­dótt­ur deild­ar­stjóra sem hef­ur ver­ið helsti hvata­mað­ur verk­efn­is­ins.

Helgafellsskóli hlaut á dögunum Íslensku menntaverðlaunin fyrir framúrskarandi þróunarverkefni.
Verk­efn­ið er ný­sköp­un­ar­verk­efni sem ber heit­ið Snjall­ræði og nær frá leik­skóla­stigi upp á ung­lingast­ig. Markmið verk­efn­is­ins er að nem­end­ur þjálf­ist í skap­andi og gagn­rýn­inni hugs­un. Verk­efn­ið felst í hönn­un­arstund þar sem nem­end­ur takast á við raun­veru­leg sam­fé­lags­vanda­mál og nota til þess ferli hönn­un­ar og hönn­un­ar­hugs­un­ar sem reyn­ir á sam­vinnu, sam­skipti og að hugsa út fyr­ir kass­ann.
Verðlaunin voru afhent á Bessastöðum 5. nóvember.