Heldri hestamenn blóta þorra
Fimmtudaginn 7. febrúar verður haldið Þorrablót heldri Harðarmanna og kvenna í Harðarbóli, 60 ára og eldri. Þarna koma saman bæði virkir félagar sem og eldri félagar sem eru hættir í hestamennsku, en koma í gamla félagið sitt til þess að hitta og skemmta sér með gömlum vinum. Þessi hópur hittist fjórum sinnum á ári og um 100 manns mæta hverju sinni og skemmta sér vel.
Sérstakur gestur kvöldsins verður hinn eini sanni Guðni Ágústsson, bræðurnir Einar og Birgir Hólm syngja dúett, Jón Ásbjörnsson flytur minni kvenna og Ragnheiður Ríkharðsdóttir flytur minni karla. Á milli atriða verður fjöldasöngur. Nánari upplýsingar á heimasíðu Harðar www.hordur.is.