Gleðilegt nýtt ár kæru Mosfellingar
Ég vil þakka bæjarbúum fyrir það traust sem þið sýnduð Framsókn í sveitarstjórnarkosningunum 14. maí 2022. Þessi fjögur ár hafa liðið hratt enda mikið og margt í gangi á „stóru heimili“.
Ég er stolt af því sem við höfum áorkað á þessu kjörtímabili. Við höfum tekið hlutverk okkar af ábyrgð og lagt ríka áherslu á fagmennsku og gott samstarf. Meirihlutasamstarf Framsóknar, Samfylkingar og Viðreisnar hefur gengið afar vel og eitt af fyrstu og mikilvægustu skrefunum var að ráða faglegan bæjarstjóra. Þar reyndist ráðning Regínu Ásvaldsdóttur sannkallað gæfuspor fyrir Mosfellsbæ.
Það er eðlilegt í byrjun árs og hvað þá í lok kjörtímabils að fara yfir árin sem liðin eru og skoða hvað hefur áunnist á þessu kjörtímabili.
Velferðarmál
Dagvistunarplássum fyrir eldri borgara hefur fjölgað úr 9 í 25 rými.
Samningur við ríkið um samþætta heimahjúkrun og heimaþjónustu með öflugri endurhæfingarþjónustu = gott að eldast.
Opnuðum búsetukjarna í Helgafellshverfi.
Tókum yfir reksturinn á Skálatúni.
Erum að opna skammtímadvöl fyrir fötluð börn í Leirvogstungu.
Gerðum samning með Garðabæ um vistheimili sem hægt er að bráðavista börn á vegum barnaverndar.
Félagsstarf eldra fólks fór yfir í Brúarland og við það hefur orðið 40% aukning á þátttöku.
Menningar, íþrótta og lýðheilsumál
Tókum Hlégarð yfir og réðum viðburðastjóra.
Verkefninu menning í mars komið á laggirnar, m.a. með sögukvöldum í Hlégarði.
Listasalurinn efldur og búið að undirrita viljayfirlýsingu um gerð sýningar um sögu Álafosskvosar og ullariðnaðarins.
Nýr gervigrasvöllur með flóðlýsingu og vökvunargræjum.
Endurbættum gervigrasvöll sem fyrir var og bættum við vökvunargræjum.
Nýr 200 m frjálsíþróttavöllur.
Styrktaraðstaða fyrir Aftureldingu að Varmá.
Tveir nýir þurrkklefar teknir í notkun.
Búið að bjóða út félagsaðstöðu í íþróttamiðstöðinni að Varmá og nýja þjónustu- og aðkomubyggingu.
Þrjár nýjar hjólatæknibrautir í Ævintýragarðinum ásamt stækkun á frisbígolfvelli
Samningur um skíðaspor og áframhald á fleiri göngu- og hjólastígum.
Fjórar nýjar íþróttagreinar: borðtennis, skák, parkour og rafíþróttir.
Fræðslumál
Mikið viðhald á skólum, Kvíslarskóla og Varmárskóla ásamt leikskólum bæjarins.
Mikið fjármagn lagt í að bæta skólalóðir og leikvelli í bænum.
Nýr leikvöllur með aðgengi fyrir fötluð börn í Klapparhlíð.
Nýtt íþróttahús og sturtuklefar við Helgafellsskóla.
Leikskólinn Sumarhús opnaði fyrir 150 börn í Helgafellshverfi.
Farið í aðgerðir til að bæta starfsumhverfið í leikskólum.
Opnunartími félagsmiðstöðva lengdur, opið allt árið.
Opnunartími sundlauga lengdur.
Verkefnið Börnin okkar – aukið fjármagn til forvarna um 100 milljónir. 27 aðgerðir sem eru allar komnar til framkvæmda.
Mosfellsbær er orðinn barnvænt samfélag.
Breyttum Okkar Mosó í Krakka Mosó.
Stjórnsýsla og stafræn þróun
Stjórnsýsluúttekt, nýtt skipurit, innri endurskoðun, mælaborð og 74 tillögur sem búið er að framkvæma.
Mikil stafræn vegferð í gangi, erum komin í forystu og verið að vinna að því að bæta upplýsingatæknina.
Atvinnustefna klár.
Skipulags og umhverfismál
Erum að LED væða Mosfellsbæ.
Lýstum upp reiðleiðina „flugvallarhringinn“. Fyrstu 2 áfangarnir búnir.
Nýjar grenndarstöðvar teknar í notkun.
Umhverfisstefna Mosfellsbæjar klár.
Mikið viðhald og ný gatnagerð.
Áhættumatsskýrsla gerð ásamt fjármálagreiningum varðandi uppbyggingu Blikastaðalands.
Aðalskipulag á lokametrunum og framundan er mikil uppbygging í Mosfellsbæ varðandi Blikastaðaland.
16. maí 2026
Nú er kjörtímabilið senn á enda og ég endurtek þakklæti fyrir það traust sem bæjarbúar sýndu okkur í síðustu kosningum.
Ég hef áhuga á að bjóða aftur fram krafta mína í næstu sveitastjórnarkosningum og halda þessari góðu vegferð áfram með öflugu samstarfsfólki, með hagsmuni íbúa, Mosfellsbæjar að leiðarljósi.
Við í Framsókn munum kynna framboðslista og stefnumál okkar þegar nær dregur kosningum.
Með vinsemd og þökk.
Halla Karen Kristjánsdóttir oddviti meirihlutans og bæjarfulltrúi Framsóknar




