Fyrsti Mosfellingur ársins 2018

fyrstabarn_stærrimynd

Þann 1. janúar kl. 15:37 fæddist fyrsti Mosfellingur ársins 2018 á Landspítalanum. Það var stúlka sem mældist 3.502 gr og 50 cm. Foreldrar hennar eru Arnannguaq Hammeken og Maciek Kaminski og búa þau í Skeljatanga 39.
Stúlkan er fyrsta barn foreldra sinna en þau fluttu nýverið í Mosfellsbæinn og líkar vel. „Hún átti að koma í heiminn 27. desember en kom mjög snögglega fyrsta daginn á nýju ári. Allt gekk mjög vel og hún er vær og góð, drekkur bara og sefur,“ segir Arnannguaq sem kemur frá Grænlandi en Maciek kemur frá Póllandi. Mosfellingur óskar fjölskyldunni til hamingju með stúlkuna.