Flottustu hrútarnir í sveitinni

Bergþóra á Kiðafelli með hreppaskjöldinn. Hafþór, Helgi og Jóhannes halda í hrútana.

Hrútasýning Sauðfjárræktarfélagsins í Kjós fór fram mánudaginn 17. október. Í félaginu eru sauðfjárbændur í Kjós, á Kjalarnesi og í Mosfellsbæ og kepptu þeir sín á milli um hver ætti besta hrútinn. Keppt var í nokkrum flokkum og fengu bændur stiguð og ómmæld lömb og veturgamla hrúta.
Sýningin fór fram á Kiðafelli og voru veitt verðlaun fyrir góðan árangur í sauðfjárrækt í fjórum flokkum. Sauðfjárdómarar frá RML sáu um mælingar og dóma á gimbrum og hrútum.
Með sigur af hólmi fór hrúturinn Gjafar frá Kiðafelli í eigu hjónanna Sigurbjörns Hjaltasonar og Bergþóru Andrésdóttur. Hreppaskjöldurinn eftirsótti verður því á Kiðafelli næsta árið.

Mislitir lambhrútar

Kollóttir hvítir lambhrútar
1. Lamb nr. 65 frá Kiðafelli. 88 stig
2. Lamb nr. 391 frá Kiðafelli. 87 stig
3. Lamb nr. 64 Kiðafelli. 85,5 stig

Mislitir lambhrútar
1. Lamb nr. 14 frá Miðdal, svartur og hyrndur. 88,5 stig
2. Lamb nr. 6 frá Miðdal, móflekkóttur og sívalhyrndur. 85,5 stig
3. Lamb nr. 268 frá Kiðafelli, svartflekkóttur og kollóttur. 86,5 stig

Hyrndir hvítir lambhrútar
1. Lamb nr. 25 frá Miðdal. 90 stig
2. Lamb nr. 15 frá Miðdal. 86,5 stig
3. Lamb nr. 136 frá Kiðafelli. 87,5 stig

Veturgamlir hrútar
1. 21-002 Gjafar frá Kiðafelli, grár og hyrndur. 90 stig
2. 21-004 Hallmundur frá Kiðafelli, hvítur og kollóttur. 87 stig
3. 21-011 Ylur frá Miðdal, hvítur og hyrndur. 88,5 stig