Erum við ekki öll Vinir?
Ég heiti Katarzyna Krystyna Królikowska og skipa 3. sæti á lista Vina Mosfellsbæjar.
Ég er kölluð Kata og er af pólskum uppruna, flutti til Íslands og í Mosfellsbæ 2006 og fékk íslenskan ríkisborgararétt 2013.
Ég er gift Piotr Kólikowski, sem er smiður, og við eigum við eitt barn og búum í Grundartanga.
Ég er verkfræðingur að mennt og starfa sem þjónustustjóri hjá Sólar ehf. en var áður starfsmaður hjá íslenskum textíliðnaði, Ístex hf., í Mosfellsbæ í 13 ár.
Áhugamálin eru að ganga á fjöll, og tek ég hundinn minn iðulega með í þær ferðir, og svo spila ég blak með Aftureldingu.
Mín helstu áherslumál í sveitarstjórnarmálum eru félags- og velferðarmál.
Saman getum við gert meira. Erum við ekki öll Vinir?
Nazywam sie Katarzyna Krystyna Krolikowska i jestem 3 na liscie w Przyjaciolach Mosfellsbær do samorzadu w Mosfellsbær. Moimi zamierzeniami sa kwestie socjalne spolecznosci obcego pochodzenia w naszym miescie.
Razem mozemy zrobic duzo wiecej.
Katarzyna Krystyna Królikowska