Eigendaskipti á Fótaaðgerðarstofu Mosfellsbæjar
Þann 1. febrúar urðu eigendaskipti á Fótaaðgerðarstofu Mosfellsbæjar þegar Auður Ósk Ingimundardóttir afhenti nýjum eigendum Önnu Vilborg Sölmundardóttir og Sigrúnu Áslaugu Guðmundsdóttir lyklana.
Fótaaðgerðastofan hefur verið starfandi frá árinu 2009 og eru fjórir fótaaðgerðafræðingar sem starfa þar. Stofan er staðsett í Þverholti 3.