Dýralæknirinn kominn í nýtt húsnæði

totadyralaeknir

Dýralæknirinn Mosfellsbæ flutti í nýtt húsnæði fyrir skemmstu og er nú til húsa í Urðarholti 2 þar sem Mosfellsbakarí var eitt sinni til húsa.
Þórunn Þórarinsdóttir dýralæknir er eigandi stofunnar sem hefur verið starfrækt í Mosfellsbæ síðan 2003 en auk Tótu eins og hún er alltaf kölluð starfa þrír dýralæknar auk annars starfsfólks á stofunni.

Fullbúinn dýraspítali
„Við erum rosalega ánægð að vera komin í þetta framtíðarhúsnæði, það var löngu orðið tímabært að stækka, þar sem húsnæðið sem við vorum í var orðið of lítið.
Hér getum við boðið upp á alla þjónustu sem dýrin þurfa frá fæðingu til dánardags. Við erum hér með röntgentæki, sónartæki, blóðrannsóknartæki, fullbúna skurðstofu og fleira. Við erum líka með frábæra aðstöðu fyrir tannhreinsum og tanntöku dýra, ásamt allri annarri þjónustu sem dýrin þurfa,“ segir Tóta sem segir Mosfellinga ánægða með nýja dýraspítalann.

Glæsileg verslun
„Hér erum við líka með glæsilega verslun þar sem við leggjum áherslu á að vera með gæðavöru.
Við erum með mikið úrval af gæludýrafóðri frá til dæmis Royal Canin og Hills. Ég vanda valið á vörum í verslunina og verð með allt sem dýraeigandinn þarf á að halda.
Opnunartíminn hjá okkur er frá kl. 6-18 allar virka daga, auk neyðarþjónustu fyrir alvarleg tilfelli,“ segir Tóta að lokum og tekur vel á móti Mosfellingum og þeirra dýrum, stórum sem smáum.