Bæði karla- og kvennalið Aftureldingar í undanúrslitum
Blakdeild Aftureldingar er með bæði karla- og kvennalið í FINAL4 bikarkeppni Blaksambands Íslands sem haldin er í Digranesi í Kópavogi 6.-8. mars.
Strákarnir hefja leik í kvöld, fimmtudag og spila kl. 19:30 gegn KA. Stelpurnar spila á morgun, föstudag, kl 17:00 og einnig á móti KA. Það er ljóst að báðir þessir leikir verða ótrúlega erfiðir og er allt Aftureldingarfólk hvatt til að mæta í rauðu í Digranesið og hvetja liðin okkar áfram.
Úrslitaleikirnir fara fram á sunnudaginn
Miðasala er á Stubb.is appinu og rennur aðgangseyrir á undanúrslitaleikjunum til félaganna ef merkt er við félagið.
Úrslitaleikirnir fara svo fram á laugardaginn, karlaleikurinn er kl. 13:00 og kvennaleikurinn er kl. 15:30. Þangað stefna bæði Aftureldingarliðin að sjálfsögðu.
Síðast komust bæði karla- og kvennaliðið í FINAL4 helgina árið 2017.