Ásgeir Jónsson nýr formaður Aftureldingar
Á aukafundi aðalstjórnar Aftureldingar þann 2. maí var Ásgeir Jónsson kjörinn nýr formaður félagsins. Þá voru þau Níels Reynisson og Hildur Bæringsdóttir einnig kjörin í stjórn.
Ásgeir leysir Birnu Kristínu Jónsdóttur af hólmi sem hefur gengt formennsku síðustu sex ár og Níels og Hildur koma inn í stað Sigurðar Rúnars Magnússonar og Reynis Inga Árnasonar.
Fyrir sitja einnig í aðalstjórn þau Hrafn Ingvarsson varaformaður, Geirarður Long, Inga Hallsteinsdóttir og Hildur Pála Gunnarsdóttir.