Ársreikningur Mosfellsbæjar 2023
Ársreikningur Mosfellsbæjar fyrir árið 2023 liggur nú fyrir og sitt sýnist hverjum um niðurstöðuna.
Niðurstaða rekstrarreiknings A-hluta Mosfellsbæjar er jákvæð sem nemur tæpum 230 milljónum, rekstrarniðurstaða A- og B-hluta var árið 2023 tæpar 341 milljónir, sem er þó lakari útkoma en áætlað var og er það þrátt fyrir umtalsvert hærri tekjur en áætlanir gerðu ráð fyrir á árinu.
Ástæða jákvæðrar rekstrarniðurstöðu
Ekki er hægt að segja að reksturinn sé sjálfbær þar sem jákvæða rekstrarniðurstaðan er að mestu vegna hækkunar skatta, gjalda og álaga á íbúa en mestu munar þó um einskiptistekjur af sölu byggingarréttar og leiðréttingar á tekjum frá Jöfnunarsjóði m.a. vegna skólamála.
Hagnaður ársins af A-hluta er nær sá sami og hækkun fasteignaskatta á íbúa bæjarins eða um 250 milljónir. Hér er um að ræða hækkanir á fasteignaeigendur og fyrirtæki, það er ekki er um að ræða fjölgun íbúa í bænum heldur hækkanir á fasteignagjöldum.
Þetta er áhugavert þar sem fram kemur í málefnasamningi meirihlutans að ætlunin sé að lækka fasteignaskatta til að koma til móts við hækkun á fasteignamati.
Rekstrarniðurstaða félagslegra íbúða var neikvæð um 41 milljón á árinu en var jákvæð árið 2022 um 4,6 milljónir. Þá var rekstrarniðurstaða Hlégarðs neikvæð um 4,3 milljónir.
Rekstrarhorfur næstu ára
Ásgeir Sveinsson
Jana Katrín Knútsdóttir
Rúnar Bragi Guðlaugsson
Helga Jóhannesdóttir