Æskuvinkonur opna vefverslun

Æskuvinkonurnar Ísfold Kristjánsdóttir og Tanja Rut Rúnarsdóttir opnuðu í júlí vefverslunina Narníu sem selur hágæða barnaföt og barnavörur. Nafnið Narnía hefur yfir sér ævintýrablæ en skírskotar líka til þessa ævintýris þeirra vinkvennanna.
„Ég hef allar tíð haft mikinn áhuga á fallegri hönnun og gæða vörum og mig hefur lengi dreymt um að stofna mitt eigið fyrirtæki. Ég nefndi þetta við Foldu sumarið 2019 og síðan þá höfum við verið að undirbúa þetta.
Styrkleikar okkar skarast fullkomlega og verkaskiptingin hjá okkur er skýr,“ segir Tanja en þær stöllur eru í stórum og barn mörgum æskuvinkvennahópi úr Mosó sem heldur hópinn vel.

Gæði og þægindi
„Það er gaman að segja frá því að við stofnuðum fyrirtækið 22. júní sem er merkisdagur hjá okkur báðum því að við eigum báðar syni sem eiga afmæli þennan dag, en samtals eigum við sjö börn.
Vefverslunin opnaði svo formlega þann 25. júlí, viðtökurnar hafa vægast sagt verið frábærar en við ætluðum alltaf að byrja hægt og rólega og bæta svo í vöruúrvalið.
Þetta hefur samt gengið mun hraðar en við bjuggumst við,“ segir Folda en mikil vinna hefur farið í að velja vel þau merki og þær vörur sem þær bjóða uppá og leggja þær mikla áherslu á gæði og tímalausa hönnun.

Eru með þrjú vörumerki
„Við vorum svo heppnar að komast í samstarf við lítið fyrirtæki í Póllandi sem er með merkið A baby brand sem er með barnalínu úr hágæða lífrænni bómull. Þá erum við með sílikon smekki, snuddubönd og þroskaleikföng frá danska merkinu Mushie og leikfanga- eða skipulagskassa frá Aykasa.
Við erum stoltar af vörunum okkar og ótrúlega þakklátar fyrir viðtökurnar en það hvetur okkur bara til að halda áfram og bæta í. Framtíðardraumurinn okkar er svo að opna búð og þá helst í Mosó.“


Narnía býður öllum Mosfellingum 15% afslátt dagana 8.-15. október. Þetta er hægt að nýta sér með því að nota kóðann MOSO20 í vefversluninni www.narnia.is