Niðurskurður í grunnskólum Mosfellsbæjar 2025
Þegar meirihluti Framsóknar, Viðreisnar og Samfylkingar lagði fram og samþykkti fjárhagsáætlun sína fyrir árið 2025, bentum við, fulltrúar D-lista í bæjarstjórn á að það væru gul og jafnvel rauð blikkandi ljós í fjármálum bæjarins sem þyrfti að gefa gaum og bregðast við að okkar mati. Við bentum á að annað árið í röð væru engar […]
Eir í þjónustu við íbúa Mosfellsbæjar í 20 ár
Eir hjúkrunarheimili hefur verið í samstarfið við Mosfellsbæ um þjónustu til íbúa sveitarfélagsins síðan þann 7. júlí 2005 en þá var undirritaður rammasamningur aðila um uppbyggingu öldrunarþjónustu í Mosfellsbæ. Þá var sveitarfélagið talsvert minna, með lítilli þjónustumiðstöð að Hlaðhömrum auk um tuttugu íbúða fyrir aldraða. Síðan hefur þjónustumiðstöðin stækkað og þjónustuíbúðum fjölgað umtalsvert. Eir hefur […]
Fasteignagjöld í Mosfellsbæ
Fasteignagjöld eru reiknuð sem hluti af fasteignamati hverrar eignar. Fasteignamatið tekur mið af verðmati húss og lóðar og eru forsendur fasteignamats meðal annars flatarmál eignar, staðsetning, aldur og ástand eignar og tölfæðileg gögn um kaupsamninga. Árlega er fasteignamatið endurmetið. Fasteignamat íbúða á höfuðborgarsvæðinu hækkaði á milli áranna 2023 og 2024 um 13,% og á milli […]
Úr sjoppunni í formannssæti VR
Nú þegar ég hef heimsótt fjölda vinnustaða í tengslum við kosningar til formanns VR hugsa ég oft til baka til sjoppuáranna í Snæland Vídeó í Mosó og um það hversu mikið afgreiðslustörf hafa breyst. Í sjoppunni höfðum við ákveðið sjálfsforræði, við máttum lauma aðeins meira blandi í pokann, semja um skuldir fyrir spólur og gefa […]
Opið bréf til sóknarnefndar
Haustið 2023 réðist organisti til sóknarinnar sem mikils var vænst af. Það má síðan ljóst vera að sóknarnefndin hafði því miður ekki kynnt sér sem skyldi fyrri störf umsækjandans, sem virðast að jafnaði hafa staðið stutt á hverjum stað. Ástæður þess hafa orðið okkur ljósari sem tökum þátt í kórstarfi kirkjunnar eftir því sem tíminn […]
Blikastaðalandið
Frekar mikill hiti var í Mosfellingunum sem sóttu upplýsingarfundinn um Blikastaðalandið í Hlégarði þann 13. janúar. Þarna er fyrirhugað að reisa byggð með um og yfir 3.000 íbúum. Mosfellsbærinn hefur stækkað hratt og nýju hverfin sem hafa bæst við þykja mörgum ekki of aðlaðandi, sér í lagi Helgafellshverfið þar sem húsin standa mjög þétt. Byggð […]
Blikastaðaland 1. áfangi
Nú hefur tillaga á vinnslustigi á deiliskipulagi 1. áfanga Blikastaðalands verið lögð fram til kynningar og hægt er að gera athugasemdir við hana til 10. febrúar nk. Áætlað er að uppbygging á Blikastaðalandi, hverfinu milli fells og fjöru, muni taka 20-25 ár í þremur til fimm áföngum. Áhersla er lögð á að tengja og aðlaga […]
Reykjalundur í 80 ár
Um þessar mundir fagnar Reykjalundur 80 ára afmæli en það var árið 1945 sem fyrsti sjúklingurinn var formlega innritaður á Reykjalund. Frá þessum atburði hefur sannarlega mikið vatn runnið til sjávar en saga Reykjalundar er auðvitað samofin sögu endurhæfingar í landinu, Mosfellsbæjar og merkilegri sögu SÍBS, eiganda Reykjalundar. Reykjalundur hefur lengi verið einn stærsti vinnustaðurinn […]
Samgöngumál
Nú er janúarmánuður liðinn og við finnum að daginn er tekinn að lengja. Í janúar var heilt yfir nokkuð rólegt við fundarborðið í Reykjafelli en þeim mun meira að ræða þar fyrir utan. Tveir opnir fundir voru haldnir þar sem mikilvæg mál voru til umræðu, annars vegar kynningarfundur um skipulagslýsingu á 1. áfanga Blikastaðalands og […]
Með djörfung og dug – Mannkostamenntun í FMOS
Í Framhaldsskólanum í Mosfellsbæ starfar samhentur hópur fólks að því markmiði að skapa lærdómssamfélag þar sem nemendur vaxa og þroskast jafnt sem námsmenn og manneskjur. Hjarta námsins er því ekki síður lærdómsferlið en lokaafurðin en FMOS er verkefnamiðaður leiðsagnarnámsskóli og leggur áherslu á framfarir í námi og vaxtarhugarfar. Við erum sífellt að leita leiða til […]