Blikastaðalandið

Frekar mikill hiti var í Mosfellingunum sem sóttu upplýsingarfundinn um Blikastaðalandið í Hlégarði þann 13. janúar. Þarna er fyrirhugað að reisa byggð með um og yfir 3.000 íbúum. Mosfellsbærinn hefur stækkað hratt og nýju hverfin sem hafa bæst við þykja mörgum ekki of aðlaðandi, sér í lagi Helgafellshverfið þar sem húsin standa mjög þétt. Byggð […]

Blikastaðaland 1. áfangi

Nú hefur tillaga á vinnslustigi á deiliskipulagi 1. áfanga Blikastaðalands verið lögð fram til kynningar og hægt er að gera athugasemdir við hana til 10. febrúar nk. Áætlað er að uppbygging á Blikastaðalandi, hverfinu milli fells og fjöru, muni taka 20-25 ár í þremur til fimm áföngum. Áhersla er lögð á að tengja og aðlaga […]

Reykjalundur í 80 ár

Um þessar mundir fagnar Reykjalundur 80 ára afmæli en það var árið 1945 sem fyrsti sjúklingurinn var formlega innritaður á Reykjalund. Frá þessum atburði hefur sannarlega mikið vatn runnið til sjávar en saga Reykjalundar er auðvitað samofin sögu endurhæfingar í landinu, Mosfellsbæjar og merkilegri sögu SÍBS, eiganda Reykjalundar. Reykjalundur hefur lengi verið einn stærsti vinnustaðurinn […]

Samgöngumál

Nú er janúarmánuður liðinn og við finnum að daginn er tekinn að lengja. Í janúar var heilt yfir nokkuð rólegt við fundarborðið í Reykjafelli en þeim mun meira að ræða þar fyrir utan. Tveir opnir fundir voru haldnir þar sem mikilvæg mál voru til umræðu, annars vegar kynningarfundur um skipulagslýsingu á 1. áfanga Blikastaðalands og […]

Lífshlaupið í febrúar – Sameinumst í hreyfingu og hvatningu!

Það er alltaf líf og fjör í Mosfellsbænum. Við Halla Karen og Berta, þjálfarar 60 ára og eldri hérna í bænum, höfum hvatt okkar frábæru hópa til þátttöku í Lífshlaupinu 2025. Það hófst 5. febrúar og stendur yfir í þrjár vikur. Okkar markmið eru skýr, að hreyfa okkur saman, hvetja hvert annað áfram og sýna […]

Skipulagið á Blikastaðalandi

Rétt fyrir sveitastjórnarkosningar 2022 var undirritaður samningur við landeiganda Blikastaðalands um uppbyggingu á svæðinu. Á þessum þremur árum sem liðin eru hefur mikil vinna átt sér stað við hönnun og greiningu á umhverfisáhrifum sem byggðin mun hafa fyrir hverfið. Rík áhersla hefur verið lögð á þætti eins og skuggavarp, birtuskilyrði, hljóðvist og loftgæði ásamt umferðargreiningum. […]

Fasteignagjöld – fasteignaskattur og þjónusta

Tekjustofnar sveitarfélaga til að standa undir kostnaði við þjónustu við íbúana eru þrír; útsvar sem greitt er af launatekjum einstaklinga, fasteignaskattur sem greiddur er í hlutfalli við fasteignamat í sveitarfélaginu og að síðustu framlög úr Jöfnunarsjóði en þær greiðslur eru til að standa undir vissum sérgreindum verkefnum. Tekjustofnar sveitarfélaga eru ákvarðaðir í lögum frá Alþingi. […]

Metnaðarfull fjárfestingaráætlun

Nýverið samþykkti bæjarstjórn fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar fyrir árið 2025. Um er að ræða metnaðarfulla rekstrar- og fjárfestingaráætlun. Fjárfestingarnar endurspegla þann vöxt sem hefur átt sér stað í Mosfellsbæ síðustu árin en auk þess er nauðsynlegt að huga að viðhaldi eldri mannvirkja. Samtals hljómar fjárfestingaráætlun í A- og B-hluta upp á rúma 4 ma. króna. Þar af […]

Bætum almenningssamgöngur! En ekki núna …

Það hljómar kannski ankannalega en stefnan meirihluta Framsóknar, Samfylkingar og Viðreisnar í bæjarstjórn Mosfellsbæjar virðist einmitt vera þessi. Meirihlutinn samþykkti í haust uppfærslu á samgöngusáttmála fyrir höfuðborgarsvæðið. Að mati okkar í Vinum Mosfellsbæjar felur uppfærslan í sér óljósan ávinning fyrir íbúa bæjarins þegar horft er til næstu ára eða áratugar, en á sama tíma allveruleg […]

Börnin í forgrunni

Meirihluti B-, S- og C-lista í bæjarstjórn Mosfellsbæjar leggur mikla áherslu á málefni barna og ungmenna og fjölskyldna þeirra enda vitum við að það þarf þorp til að ala upp barn. Eins og komið hefur fram samþykkti bæjarstjórn að setja fram sérstaka aðgerðaáætlun í þágu barna árið 2025. Sú aðgerðaáætlun er einstök í starfi sveitarfélagsins. […]