Bætum almenningssamgöngur! En ekki núna …
Það hljómar kannski ankannalega en stefnan meirihluta Framsóknar, Samfylkingar og Viðreisnar í bæjarstjórn Mosfellsbæjar virðist einmitt vera þessi. Meirihlutinn samþykkti í haust uppfærslu á samgöngusáttmála fyrir höfuðborgarsvæðið. Að mati okkar í Vinum Mosfellsbæjar felur uppfærslan í sér óljósan ávinning fyrir íbúa bæjarins þegar horft er til næstu ára eða áratugar, en á sama tíma allveruleg […]
Börnin í forgrunni
Meirihluti B-, S- og C-lista í bæjarstjórn Mosfellsbæjar leggur mikla áherslu á málefni barna og ungmenna og fjölskyldna þeirra enda vitum við að það þarf þorp til að ala upp barn. Eins og komið hefur fram samþykkti bæjarstjórn að setja fram sérstaka aðgerðaáætlun í þágu barna árið 2025. Sú aðgerðaáætlun er einstök í starfi sveitarfélagsins. […]
Nútíma stjórnsýsla
Þegar núverandi meirihluti í Mosfellsbæ tók við árið 2022 var fljótlega ákveðið að ráðast í úttekt á stjórnsýslu og rekstri með það fyrir augum að bæta þjónustu við íbúa og gera reksturinn skilvirkari. Strategía, ráðgjafafyrirtæki sem sérhæfir sig í úttektum og umbótum, framkvæmdi úttektina. Þar var lagður grunnur að nýju skipulagi þar sem horft var […]
Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2025
Meirihluti Framsóknar, Samfylkingar og Viðreisnar hefur samþykkt fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar fyrir árið 2025. Áætlunin er vel unnin af starfsfólki Mosfellsbæjar og framsetning á gögnum skýr og vel sett fram. Það er margt gott í áætluninni, og í mörgum tilfellum er ágæt samstaða í bæjarstjórn um hvaða verkefni eigi að setja í vinnslu í okkar góða bæjarfélagi. […]
Breytum þessu
Við stöndum nú á tímamótum. Alþingiskosningarnar þann 30. nóvember 2024 munu marka stefnuna fyrir framtíð landsins og þar býður Viðreisn upp á skýra, raunhæfa og framsækna stefnu fyrir samfélag þar sem frelsi, jöfnuður og ábyrg hagstjórn eru í fyrirrúmi. Nú er kominn tími til að taka á helstu áskorunum okkar með alvöru lausnum. Það er […]
Opnun jólatrjáasölu Skógræktarfélags Mosfellsbæjar
Jólatrjáasala Skógræktarfélags Mosfellsbæjar opnar sunnudaginn 8. desember klukkan 13-14. Fyrsta tréð verður sagað, harmonikkuleikur mun óma um skóginn, Álafosskórinn mun syngja nokkur lög og að sjálfsögðu munu jólasveinar mæta í skóginn. Skógræktarfélag Mosfellsbæjar verður 70 ára á næsta ári, en félagið var stofnað árið 1955 af Kvenfélagi Lágafellssóknar, Ungmennafélaginu Aftureldingu og Skógræktarfélagi Skáta við Hafravatn. […]
Samningar byggja á samvinnu
Til þess að tryggja jafnt tímanlegt aðgengi að heilbrigðisþjónustu óháð efnahag og búsetu er mikilvægt að semja um alla nauðsynlega heilbrigðisþjónustu. Án samninga við stofnanir og fagfólk er hætta á að tekjulægri hópar neyðist til að neita sér um nauðsynlega þjónustu. Samningar gefa okkur jafnframt frekari tækifæri til að skipuleggja þjónustuna heildstætt, tryggja samfellu og […]
Kæri Mosfellingur
Ég hef verið þess heiðurs aðnjótandi að fá að vinna fyrir þig síðustu ár, fyrst sem bæjarfulltrúi og seinna sem þingmaður. Nú er komið að kosningum og ég legg störf mín í þinn dóm. Árangur fyrir okkur öll Á þessu kjörtímabili hef ég verið formaður allsherjar- og menntamálanefndar ásamt því að hafa setið bæði í […]
Með enga menn og engin vopn?
Við í Framsókn verðum seint vænd um það að sitja með hendur í skauti. Í 108 ár hefur Framsókn unnið að velferð og framförum okkar allra, óþreytandi og óslítandi sama hvernig á okkur viðrar. Stjórnarsamstarfið, síðasta misserið áður en Sjálfstæðisflokkurinn ákvað upp á sitt einsdæmi að sprengja ríkisstjórnina, var oft erfitt. Við héldum þó ótrauð […]
Metnaðarfull fjárfestingaráætlun
Nýverið samþykkti bæjarstjórn fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar fyrir árið 2025. Um er að ræða metnaðarfulla rekstrar- og fjárfestingaráætlun. Fjárfestingarnar endurspegla þann vöxt sem hefur átt sér stað í Mosfellsbæ síðustu árin en auk þess er nauðsynlegt að huga að viðhaldi eldri mannvirkja. Samtals hljómar fjárfestingaráætlun í A- og B-hluta upp á rúma 4 ma. króna. Þar af […]