Best að spyrja börnin

Okkar Mosó er skemmtilegt verkefni sem hingað til hefur hvatt hinn almenna íbúa til þess að taka þátt í lýðræðislegri umræðu og ákvarðanatöku bænum til heilla. Í ár breyttum við meirihlutinn áherslunni í Okkar Mosó og nefndum það Krakka Mosó 2025. Það er svo mikilvægt að efla rödd barna og ungmenna og þátttöku í lýðræði. […]

Greining er ekki lausn

Greining er eins og að setja nafn á sjúkdóm án þess að ávísa meðferð. Hún skýrir vandann en leysir hann ekki. Í skólakerfinu höfum við náð langt í að finna nöfnin, eins og ADHD og lesblindu, en alltof stutt í að skapa raunveruleg úrræði sem breyta daglegu lífi barna. Við mælum, prófum og flokkum börn […]

Allir út að leika!

Það er fátt sem gleður meira en að sjá bæinn okkar vaxa og dafna, ekki bara í tölum og framkvæmdum heldur einnig í lífi og leik. Á yfirstandandi kjörtímabili hefur verið mikið unnið að því í Mosfellsbæ að bæta aðstöðu fyrir börn og fjölskyldur. Í bæ þar sem íbúum fjölgar stöðugt og hlutfall barna og […]

Börnin og skólasamfélagið

Börnin okkar eru mörg áttavillt. Það er ekki að undra að þau séu það, séum við, fullorðna fólkið og aðstandendur, það einnig. Leikskólinn og grunnskólinn búa við að sveitarfélög setja sér stefnu sem er óljós og án mælanlegra markmiða sem hægt er að botna í. Leikskólar og grunnskólar fylgja aðalnámskrám sem fáir eða jafnvel enginn […]

Sundabrautin

Um daginn var haldinn upplýsingafundur í framhaldsskólanum hér í Mosfellsbæ. Um það bil 50 manns mættu og hefði ég viljað sjá fleiri. Nú hugsa örugglega margir að Sundabrautin skipti okkur hér ekki svo miklu máli því við munum væntanlega ekki nota hana. En svo einfalt er það ekki. Með tilkomu þessa mannvirkis mun umferðin léttast […]

Hvað hefur áunnist

Fyrir tæplega þremur og hálfu ári var gengið til kosninga til sveitarstjórna og því liggur fyrir að það styttist í að við kjósum aftur. Já, tíminn líður raunverulega svona hratt. Á þessum tímamótum veltum við auðvitað fyrir okkur hverju við í meirihlutanum, sem samanstendur af Framsókn, Samfylkingu og Viðreisn, höfum áorkað á þessum tíma sem […]

Á að slá fram að jólum?

Það vekur furða mína að enn þá eru sláttuvélar að störfum við að nauðraka alla grasfleti í Mosfellsbænum þótt það sé komið fram í seinni part september. Og grassprettan er eiginlega búin. Það er eins og menn vilji ekki sjá eina einustu blómstrandi jurt. Sama var á teningunum í vor: varla var snjórinn farinn þá […]

Bæjarhátíð í 20 ár

Bæjarhátíðin Í túninu heima verður sett fimmtudaginn 28. ágúst næstkomandi og fagnar 20 ára afmæli í ár. Í tilefni afmælisins var nýtt merki hátíðarinnar kynnt sem auglýsingastofan ENNEMM á heiðurinn af. Bæjarhátíðin var haldin í fyrsta sinn árið 2005 en það var þáverandi garðyrkjustjóri bæjarins, Oddgeir Þór Árnason, sem vann að undirbúningnum og átti frumkvæði […]

Menningin, sagan, Álafoss og ullin

Í aðdraganda bæjarhátíðarinnar Í túninu heima leitar menningin á hugann. Á bæjarhátíðinni birtist bæjarmenningin skýrt. Bæjarbúar, félög og fyrirtæki taka þátt með ýmsum viðburðum og uppákomum sem draga til sín bæði okkur íbúana og aðra gesti. Við hittum nágranna á förnum vegi og eigum jákvæð samskipti við fólk sem við höfum kannski aldrei hitt áður. […]

Að áliðnu sumri

Ég hef búið í Mosfellsbæ allar götur síðan í ársbyrjun 1983 og alltaf í sama húsinu. Hér hef ég átt góð ár þar sem börnin okkar hjóna ólust upp og við notið vináttu og velvildar ótalmargra góðra granna gegnum árin. Já, þar sem okkur líður vel þar er alltaf gott að búa. Á þessum rúmlega […]