Uppfærsla samgöngusáttmála – nei takk

Mál málanna hjá bæjarstjórn í september var uppfærður samgöngusáttmáli en markmiðið með honum er að liðka fyrir umferð á höfuðborgarsvæðinu og bjóða upp á fjölbreyttari valkosti til ferða á milli svæða. Það er margt gott í sáttmálanum en það eru líka margir þættir sem eru óljósir og þarfnast umræðu. Hvað er í þessu fyrir okkur? […]

Samgöngusáttmáli

Á fundi bæjarstjórnar Mosfellsbæjar þann 25. september sl. var samþykkt uppfærsla á Samgöngusáttmála fyrir höfuðborgarsvæðið sem fyrst var samþykktur árið 2019. Það er margt jákvætt í uppfærðum samgöngusáttmála sem er nauðsynlegur til að komast úr þeirri kyrrstöðu sem ríkt hefur í samgöngumálum á höfuðborgarsvæðinu. Það er einnig jákvætt að ríkið komi með aukið fjármagn í […]

Við erum komin til að vera – Viltu vera með?

Á 50 ára afmæli knattspyrnudeildar Aftureldingar tókst loks að ná langþráðu markmiði. Karlalið deildarinnar tryggði sér sæti í BESTU deildinni í hreinum úrslitaleik um sætið fyrir framan tæplega 3.000 áhorfendur á Laugardalsvelli. Þessi árangur er enginn tilviljun. Um árabil hefur uppbygging verið stigvaxandi, bæði innan liðsins og ekki síður í umgjörðinni. Sjálfboðaliðar hafa unnið þrekvirki […]

Brúarland gengur í endurnýjun lífdaga

Brúarland er samofið sögu Mosfellssveitar og síðar Mosfellsbæjar í nærfellt 100 ár. Bygging þess hófst árið 1922 og lauk árið 1929. Brúarland er byggt eftir teikningu Guðjóns Samúelssonar. Byggingin hefur hýst margs konar starfsemi í gegnum áratugina. Þar var starfrækt símstöð og pósthús og þar hafa félagasamtök og kórar haft aðstöðu á ýmsum tímum. Brúarland […]

Samgöngusáttmálinn

Það voru tímamót haustið 2019 þegar sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu og ríkisvaldið gerðu með sér samning um sameiginlega framtíðarsýn fyrir þróun samgangna á höfuðborgarsvæðinu. Umferðarþungi á höfuðborgarsvæðinu hefur farið sívaxandi og áhrifin dyljast engum. Frá því Samgöngusáttmálinn var undirritaður hefur bílum fjölgað um 16.000 og íbúum um 21.000 á höfuðborgarsvæðinu. Endurskoðun sáttmálans Margt hefur breyst frá […]

Skólasamfélag barnanna okkar

Eitt það mikilvægasta í okkar lífi eru börnin okkar og þeirra velferð. Við viljum öll að vegur þeirra verði sem greiðastur. Því miður er það nú ekki raunin hjá okkur flestum. Lífið færir okkur ýmis verkefni og áskoranir, í bland við góðu dagana. En þá skiptir máli hvernig við stígum inn í þau mál sem […]

Við getum gert betur

Sú staðreynd að börnin okkar séu ekki örugg – hvorki í sínu nærumhverfi eða á opinberum viðburðum er hliðrun á þeim raunveruleika sem við höfum búið við í íslensku samfélagi. Síðustu vikur hefur verið áþreifanleg sorg í samfélaginu og hluttekning með þeim sem eiga um sárt að binda vegna dauðsfalls ungrar stúlku sem varð fyrir […]

Til minnis -­ ekki gleyma að gefa af þér

Fátt hefur betri áhrif á okkar líðan og andlega og félagslega heilsu en að umgangast fjölskyldu og vini sem hafa góð áhrif á okkur. Fólk sem er styðjandi, hvetjandi, jákvætt og sýnir okkur skilning og hefur trú á okkur. Það er merkilegt að á okkar tímum þegar tækifærin og tæknin er mikil að þá sé […]

Ekki vera píslarvottur

Þeir sem hafa verið í leiðtogastöðu eða stjórnunarstarfi um árabil vita að stundum koma erfið mál inn á borð leiðtogans sem honum ber að taka á. Það getur verið erfitt að taka á málum og taka óvinsælar ákvarðanir en það er engu að síður eitt af því sem leiðtogi er ráðinn til. Leiðtogar verða að […]

Af atvinnumálum í Mosó

Nú þegar rétt um ár er síðan gildandi atvinnustefna fyrir Mosfellsbæ var samþykkt af bæjarstjórn er tilvalið að taka stöðuna á framvindu verkefna sem því tengjast. Atvinnustefnan var tímabær fyrir okkar ört vaxandi sveitarfélag, til að skerpa á áherslum í atvinnumálum og ýta undir frekari framþróun og verðmætasköpun í sveitarfélaginu. Svo ekki sé minnst á […]