Menningin, sagan, Álafoss og ullin
Í aðdraganda bæjarhátíðarinnar Í túninu heima leitar menningin á hugann. Á bæjarhátíðinni birtist bæjarmenningin skýrt. Bæjarbúar, félög og fyrirtæki taka þátt með ýmsum viðburðum og uppákomum sem draga til sín bæði okkur íbúana og aðra gesti. Við hittum nágranna á förnum vegi og eigum jákvæð samskipti við fólk sem við höfum kannski aldrei hitt áður. […]
Að áliðnu sumri
Ég hef búið í Mosfellsbæ allar götur síðan í ársbyrjun 1983 og alltaf í sama húsinu. Hér hef ég átt góð ár þar sem börnin okkar hjóna ólust upp og við notið vináttu og velvildar ótalmargra góðra granna gegnum árin. Já, þar sem okkur líður vel þar er alltaf gott að búa. Á þessum rúmlega […]
Uppbygging öldrunarþjónustu í Mosfellsbæ
Eir hjúkrunarheimili er sjálfseignarstofnun með staðfesta skipulagsskrá, sem var stofnað til árið 1993 á grundvelli samfélagslegra hugsjóna, án allra hagnaðarsjónarmiða. Tilgangurinn með stofnun Eirar var að veita framúrskarandi öldrunarþjónustu til hrumra og veikra sem eru í þörf fyrir slíka þjónustu. Mosfellsbær varð aðili að Eir í nóvember árið 2002 og stendur að sjálfseignarstofnuninni ásamt Reykjavíkurborg, […]
Vetrarstarfið fjölbreytt og skemmtilegt
Kæru Mosfellingar Íþróttir og annað félagsstarf er mikilvægur þáttur í uppeldi barna og ungmenna á Íslandi í dag og er framboð íþróttagreina í bænum okkar eins og best verður á kosið. Við hjá Aftureldingu tökum vel á móti komandi vetri og bjóðum áfram upp á fjölbreytt og vandað starf innan 11 íþróttagreina. Okkar markmið er […]
Tækifæri til eflingar atvinnumála í Mosfellsbæ
Mikil uppbygging atvinnusvæða á sér nú stað í Mosfellsbæ og mun sú uppbygging halda áfram á næstu árum. Tækifæri eru til þess að efla atvinnulíf og fjölga fyrirtækjum í Mosfellsbæ samhliða þessari uppbyggingu auk þess sem tækifæri eru fyrir hendi hvað varðar fjölbreytta nýsköpun. Verið er að leggja lokahönd á atvinnustefnu Mosfellsbæjar og færi vel […]
Breytingar á nefndaskipan – mikilvægi atvinnu og nýsköpunarnefndar
Málefni vorsins hjá bæjarstjórn Mosfellsbæjar hafa verið umræður um breytingar á nefndaskipan og fastaráðum bæjarins. Þessi umræða var hluti af stærra máli sem eru hagræðingaraðgerðir bæjarins og er efni í annan pistil. En hvað varðar fastanefndir var tillagan sú að þrjár nefndir yrðu lagðar niður eða sameinaðar öðrum. Það var á margan hátt áhugaverð nálgun, […]
Fækkun nefnda og breytt launakjör
Þann 25. júní síðastliðinn samþykkti bæjarstjórn að aftengja laun bæjarfulltrúa við þingfararkaup og fækka áheyrnarfulltrúum í nefndum bæjarins. Þá var samþykkt að laun bæjarstjóra fylgi launahækkunum á vinnumarkaði í stað launavísitölu. Einnig samþykkti bæjarstjórn að fækka fastanefndum bæjarins um þrjár. Ákvörðunin um að fækka fastanefndum á sér rætur í stjórnsýsluúttekt sem meirihluti B, S og […]
Takk fyrir okkur!
„Þannig týnist tíminn” segir í lagi eftir meistara Bjartmar Guðlaugsson. Það er svo sannarlega tilfinningin þegar við fjölskyldan segjum skilið við Lágafellsskóla eftir tæplega 18 ára samfylgd. Ætli við séum ekki svona frekar mikil vísitölufjölskylda á mosfellskan mælikvarða. Þrjú börn sem eru fædd á átta árum sem nú hafa lokið sinni grunnskólagöngu. En frá haustdögum […]
Foreldrar þurfa bara að redda þessu — aftur(!)
Mosfellsbær hefur hampað sér fyrir að vera með lægstu leikskólagjöldin á höfuðborgarsvæðinu — en á sama tíma er þjónustan að skerðast fyrir foreldra og börn. Má þar nefna fyrirkomulag sumarleikskólans sem er enn ein skerðingin sem foreldrar átta sig jafnvel ekki enn á. Tilgangur sumarleikskólans er nefnilega ekki að koma til móts við fjölskyldurnar í […]
Bæjarhátíð í 20 ár
Bæjarhátíðin Í túninu heima verður sett fimmtudaginn 28. ágúst næstkomandi og fagnar 20 ára afmæli í ár. Í tilefni afmælisins var nýtt merki hátíðarinnar kynnt sem auglýsingastofan ENNEMM á heiðurinn af. Bæjarhátíðin var haldin í fyrsta sinn árið 2005 en það var þáverandi garðyrkjustjóri bæjarins, Oddgeir Þór Árnason, sem vann að undirbúningnum og átti frumkvæði […]