Af hverju barnvænt sveitarfélag?
Á mannréttindadegi barna, þann 20. nóvember síðastliðinn, hlaut Mosfellsbær viðurkenningu UNICEF sem barnvænt sveitarfélag. Verkefnið barnvæn sveitarfélög byggir á Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem samþykktur var á allsherjarþingi þeirra árið 1989. Alþingi lögfesti samninginn árið 2013 og öðlaðist hann þá sömu stöðu og önnur löggjöf í landinu. Verkefninu barnvæn sveitarfélög er ætlað að styðja sveitarfélög til […]
Fjárfestum áfram í lýðheilsu og barnvænu samfélagi
Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar var lögð fram til fyrri umræðu 12. nóvember sl. og endurspeglar hún áherslur meirihlutans um heilbrigt og fjölskylduvænt samfélag þar sem lýðheilsan er sett í forgang. Rekstur bæjarins stendur traustum fótum, heildartekjur áætlaðar um 24,7 milljarðar og rekstrarafgangur tryggður. Á sama tíma horfum við til áframhaldandi íbúafjölgunar og þar með aukinna krafna um […]
Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ
Það er ánægjulegt að sjá þegar sveitarfélag tekur forvarnarstarf alvarlega. Ákvörðun Mosfellsbæjar um að verja aukalega 100 milljónum króna í forvarnir er skýrt dæmi um slíka hugsun. Átakið hefur fengið nafnið „börnin okkar“ og felur í sér aukafjárveitingu uppá 100 milljónir sem verða notaðar í 27 viðbótaraðgerðir. Þær skiptast í þrjá þætti: Almennar forvarnir, snemmtækur […]
Mosfellingar, tökum vel á móti iðkendum Aftureldingar
Fjáröflun stendur yfir fyrir æfinga- og keppnisferðir erlendis Á næstu vikum má búast við því að ungir og metnaðarfullir iðkendur Aftureldingar láti til sín taka víðs vegar um Mosfellsbæ. Iðkendur munu banka upp á heimili og bjóða ýmis konar vörur og þjónustu, allt til þess að safna fyrir væntanlegum æfinga- og keppnisferðum erlendis árið 2026. […]
Best að spyrja börnin
Okkar Mosó er skemmtilegt verkefni sem hingað til hefur hvatt hinn almenna íbúa til þess að taka þátt í lýðræðislegri umræðu og ákvarðanatöku bænum til heilla. Í ár breyttum við meirihlutinn áherslunni í Okkar Mosó og nefndum það Krakka Mosó 2025. Það er svo mikilvægt að efla rödd barna og ungmenna og þátttöku í lýðræði. […]
Greining er ekki lausn
Greining er eins og að setja nafn á sjúkdóm án þess að ávísa meðferð. Hún skýrir vandann en leysir hann ekki. Í skólakerfinu höfum við náð langt í að finna nöfnin, eins og ADHD og lesblindu, en alltof stutt í að skapa raunveruleg úrræði sem breyta daglegu lífi barna. Við mælum, prófum og flokkum börn […]
Allir út að leika!
Það er fátt sem gleður meira en að sjá bæinn okkar vaxa og dafna, ekki bara í tölum og framkvæmdum heldur einnig í lífi og leik. Á yfirstandandi kjörtímabili hefur verið mikið unnið að því í Mosfellsbæ að bæta aðstöðu fyrir börn og fjölskyldur. Í bæ þar sem íbúum fjölgar stöðugt og hlutfall barna og […]
Börnin og skólasamfélagið
Börnin okkar eru mörg áttavillt. Það er ekki að undra að þau séu það, séum við, fullorðna fólkið og aðstandendur, það einnig. Leikskólinn og grunnskólinn búa við að sveitarfélög setja sér stefnu sem er óljós og án mælanlegra markmiða sem hægt er að botna í. Leikskólar og grunnskólar fylgja aðalnámskrám sem fáir eða jafnvel enginn […]
Sundabrautin
Um daginn var haldinn upplýsingafundur í framhaldsskólanum hér í Mosfellsbæ. Um það bil 50 manns mættu og hefði ég viljað sjá fleiri. Nú hugsa örugglega margir að Sundabrautin skipti okkur hér ekki svo miklu máli því við munum væntanlega ekki nota hana. En svo einfalt er það ekki. Með tilkomu þessa mannvirkis mun umferðin léttast […]


















































Leikskólagjöld hækka um 2.900 kr.
Hækkun leikskólagjalda á næsta ári verður rúmlega 2.900 krónur á mánuði fyrir 8 tíma vistun með fæði, eða sem samsvarar um 9,5%. Þrátt fyrir þessa hækkun verður Mosfellsbær áfram með lægstu leikskólagjöldin á höfuðborgarsvæðinu. Engar breytingar verða gerðar á reglum um afslætti. Að hækka leikskólagjöld er aldrei létt ákvörðun. En hækkunin er nauðsynleg til að […]