Menningarvor haldið þrjú þriðjudagskvöld

menningarvor

Árlegt Menningarvor í Bókasafni Mosfellsbæjar fer fram þrjá þriðjudaga í apríl, 12., 19., og 26. Dagskráin er fjölbreytt og spennandi og hefst að venju kl. 20:00. Aðgangur er ókeypis. Dúettinn Hundur í óskilum ríður á vaðið þriðjudagskvöldið 12. apríl. Færeyjakvöld verður haldið 19. apríl þar sem Davíð Samúelsson segir frá Færeyjum og Jógvan Hansen og Karl Olgeirsson sjá um tónlist. Að lokum er komið að Rússlandskvöldi 26. apríl. Alevtina Druzina og Árni Bergmann ræða um Rússland og um tónlist sjá Natahalía Druzin Halldórsdóttir, Anna Guðný Guðmundsdóttir og fleiri.

Nánari upplýsingar um Menningarvor má finna hér.