Brynja býður sig fram í 5. sæti

Brynja Hlíf Hjaltadóttir býður sig fram í 5. sæti í prófkjöri Sjálfstæðis­flokksins sem fer fram laugardaginn 31. janúar 2026. Brynja er lögmaður og starfar á því sviði. Jafnframt hefur hún tekið virkan þátt í sveitarstjórnarmálum á kjörtímabilinu sem varamaður í bæjarstjórn, aðalmaður í velferðarnefnd, en þar áður sat hún í atvinnu- og nýsköpunarnefnd og lýðræðis- og mannréttindanefnd. Brynja er 27 ára og eiga þau Egill Ari saman einn son á leikskólaaldri.

„Ég býð mig nú fram í annað sinn, reynslunni ríkari. Ég vil halda áfram að bæta bæjarfélagið okkar og stuðla að því að öllum hópum samfélagsins vegni vel og að Mosfellsbær sé öllum aðgengilegur. Ég er ótrúlega spennt fyrir komandi kjörtímabili og er tilbúin að leggja allt mitt af mörkum.“