Þórarinn Örn gefur kost á sér í 3. sæti

Þórarinn Örn Andrésson gefur kost á sér í 3. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins. Þórarinn er tölvunarfræðingur frá HÍ og með MBA gráðu frá HR. Hann hefur starfað sem framkvæmdastjóri Verkfræðistofunnar Vista, hugbúnaðarfélagsins Vista Data Vision og er nú framkvæmdastjóri Oxstone sem er nýtt hugbúnaðarfyrirtæki.

„Ég hef búið í Mosfellsbæ svo gott sem alla tíð og hér er frábært að vera. Ég býð mig nú fram því ég vil taka virkan þátt í að bæta bæinn okkar. Ég tel mig hafa fjölbreytta reynslu sem muni nýtast vel í þágu bæjarbúa. Hér er margt vel gert, en ég veit að það er líka mjög margt sem við getum unnið í að bæta.“