Bylgja Bára sækist eftir 2. sætinu

Bylgja Bára Bragadóttir býður sig fram í 2. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ.

Bylgja hefur starfað sem sölustjóri í rúmlega tuttugu ár og býr yfir umfangsmikilli reynslu á sviði stjórnunar, teymisvinnu og reksturs. Bylgja er menntaður stjórnenda markþjálfi og hefur sérhæft sig í leiðtogafærni og samskiptum. Hún hefur mikinn áhuga á málefnum Mosfellsbæjar og áframhaldandi uppbyggingu og framþróun í bænum. Bylgja hefur gegnt fjölmörgum trúnaðarstörfum innan Sjálfstæðisfélagsins í Mosfellsbæ, meðal annars sem formaður og varaformaður félagsins, auk þess verið varaformaður og formaður fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélagsins.

Bylgja er gift Rúnari Braga framkvæmdastjóra og eiga þau tvö uppkomin börn, Birtu Rut nema og formann Viljans og Braga Þór sjálfstætt starfandi atvinnurekanda.