Í lakkskóm í sundklefanum
„Nohh, nohh, það er aldeilis stæll á manni!“ sagði maðurinn við bifvélavirkjann þar sem sá síðarnefndi stóð í klefanum í sundskónum.
Maður má bara þakka fyrir að þú mætir ekki bara hérna á nýpússuðum lakkskónum, sagði maðurinn við bifvélavirkjann og rak svo upp hæðnishlátur. Bifvélavirkinn starði vonleysislega á manninn sem stóð andspænis honum í sturtunni og hugsaði með sér: „Andskotans afskiptasemi alltaf hreint!“
Spígsporandi um klefann
„Já, þú hefur ekki trú á svona skóm,“ sagði bifvélavirkinn og dró andann djúpt. „Ef að þú vilt auka líkurnar að fá sveppsýkingu í fæturna eða í neglurnar þá eru sundklefarnir algjörlega málið. Ekki svo að skilja að klefarnir séu illa þrifnir heldur kemur þetta vegna þess að fólk er ekki í sundskóm!“ Hvorki þeir sem eru með sveppasýkingu né þeir sem eru í áhættuhópi fyrir að fá sveppasýkingar. Það þarf ekki nema að eitthvað smá rof komi á húðina eða ónæmiskerfið virki ekki alveg eins vel og það ætti að gera, þú spígsporandi á tánum hérna í klefanum og viti menn: Bamm! Þú ert kominn með sveppasýkingu.
Þetta kemur ekki fyrir mig
„En þú heldur kannski að þetta geti ekki komið fyrir þig? Að þú sért á einhverjum andskotans sérsamningi? En þar skjátlast þér gamli minn,“ sagði bifvélavirkinn og fann að nú var hann að komast á skrið. Og hélt svo áfram: „Svo nennir þú eflaust ekki heldur að þurrka þér vel á milli tánna, heldur strýkur kannski bara mestu bleytuna ofan af tánum, smellir þér í sokkana og svo í lokaða skóna. Það sem gerist er að sveppurinn mallar í skónum, því í hitanum og rakanum í skónum líður sveppnum svo vel. Sveppurinn nær svo yfirhöndinni, hann byrjar oft á milli tánna og svo færir hann sig kannski niður á tábergið og svo ef hann er í stuði fer hann kannski í neglurnar líka.“
„Já, er það virkilega,“ sagði maðurinn og var nú orðinn svolítið alvarlegri. „En hvernig veistu hvort þú sért með sveppasýkingu á fótunum?“ spurði maðurinn.
Ekki gera ekki neitt
„Mér skilst að húðin verði svona hvít og þurr. Hún reyndar getur líka orðið rauð og þrútin og svo klæjar mann í húðina. Neglurnar geta orðið þykkar og ljótar og oft koma litabreytingar fram í þeim. Það versta er að þetta er alveg bráðsmitandi.“
„Já, er það virkilega,“ sagði maðurinn hissa. „Og hvað ef mig grunar að ég sé með sveppasýkingu?“ spurði maðurinn og hugsaði hvort hann klæjaði nokkuð á milli tánna.
„Aðalatriðið er að gera eitthvað í þessu en annars er ég bifvélavirki og enginn andskotans sérfræðingur í þessu! Farðu bara í fótaaðgerð og þá færðu að vita allt!“
Ekki gera ekki neitt
Pantaðu þér tíma strax í dag
Jóna Björg Ólafsdóttir
Fótaaðgerðafræðingur
Líkami og sál – s. 566-6307