Hjörtur býður sig fram í 4. sæti
Hjörtur Örn Arnarson býður sig fram í 4. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins þann 31. janúar.
Hjörtur hefur tekið virkan þátt í sveitarstjórnarmálum á kjörtímabilinu, meðal annars sem varabæjarfulltrúi, aðalmaður í fræðslunefnd og menningar-, íþrótta- og lýðheilsunefnd, einnig sem varamaður í skipulagsnefnd. Hann er landfræðingur með framhaldsmenntun í kortagerð og landmælingum frá Danmörku ásamt því að vera löggiltur merkjalýsandi. Hjörtur hefur starfað í verkfræðigeiranum í yfir tuttugu ár og rekur í dag sjálfstætt starfandi ráðgjafafyrirtæki hér í Mosfellsbæ.
Hjörtur er giftur Klöru Gísladóttur kennara í Helgafellsskóla og saman eiga þau þrjú börn og eitt barnabarn.




