Nanna Björt gefur kost á sér í 5. sæti
Nanna Björt Ívarsdóttir gefur kost á sér í 5. sæti í prófkjöri sjálfstæðismanna sem fram fer þann 31. janúar 2026. Nanna Björt er tvítug og stundar nám við lagadeild Háskóla Íslands.
„Ég hef mikinn áhuga á því hvernig samfélagið okkar þróast og hef alltaf haft gaman af því að taka þátt, hlusta og láta rödd mína heyrast þegar kemur að málefnum sem skipta fólk máli. Ég er tilbúin að stíga skrefinu lengra. Ég vil vinna af heilindum með góðu og jákvæðu fólki að því að styrkja Mosfellsbæ enn frekar, hvort sem um er að ræða málefni ungs fólks, tómstundir, félagsmál eða önnur verkefni sem snerta daglegt líf okkar allra. Mosfellsbær er heimilið mitt og framtíð bæjarins er mér hjartans mál.”




