Ragnar Bjarni býður sig fram í 4. sæti
Ragnar Bjarni Zoëga Hreiðarsson, hef ákveðið að bjóða mig fram í 4. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins sem fram fer þann 31. janúar 2026.
„Ég geri það af því að ég trúi á bæinn okkar, á samfélagið sem við höfum byggt upp og á að við getum gert það enn betur saman. Á þessu kjörtímabili hef ég tekið virkan þátt í bæjarmálum, starfað sem aðalmaður í umhverfisnefnd, einnig hef ég setið sem varamaður í fræðslunefnd og skipulagsnefnd. Ég hef einnig tekið virkan þátt í starfi ungra kjósenda og var formaður Ungra Sjálfstæðismanna í Mosfellsbæ.
Ég tel það afar mikilvægt að ungt fólk hafi skýra rödd í mótun framtíðar Mosfellsbæjar. Við stöndum frammi fyrir stórum og spennandi verkefnum: Uppbyggingu hverfa, bættri þjónustu, auknum tækifærum fyrir börn, ungmenni og fjölskyldur og ekki síst því að halda áfram að byggja upp öflugt og ábyrgt samfélag þar sem öllum líður vel. Saman gerum við góðan bæ enn betri!“




