Magnús Ingi sækist eftir 6. sæti

Magnús Ingi Ingvarsson gefur kost á sér í 6. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins sem fer fram 31. janúar 2026.

Magnús er 32 ára og starfar í dag sem framkvæmdastjóri hjá Þitt öryggi og er einnig formaður Glímufélags Reykjavíkur. Hann er trúlofaður Thelmu Rut Hermannsdóttur og eiga þau saman tvö börn á leik- og grunnskólaaldri.

„Ég hef starfað með fjölbreyttum sviðum innan sveitarfélaga í verkefnum tengdu öryggi, fyrirbyggjandi áætlunum og forvörnum. Ég brenn fyrir málefnum barna og ungmenna og tel ég að kraftar mínir muni nýtast vel í þeim verkefnum sem að framundan eru í okkar frábæra sveitarfélagi.“