Elísabet gefur kost á sér í 3. sæti
Elísabet S. Ólafsdóttir gefur kost á sér í 3. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins sem fram fer 31. janúar.
Elísabet hefur búið í Mosfellsbæ frá árinu 1979 og starfaði sem skrifstofustjóri og sáttasemjari hjá Ríkissáttasemjara í rúmlega 40 ár. Elísabet hefur tekið virkan þátt í starfi Sjálfstæðisflokksins bæði í Mosfellsbæ og á landsvísu. Hún hefur verið í stjórnum bæði Sjálfstæðisfélagsins og Fulltrúaráðsins, lengst af sem formaður Fulltrúaráðs. Sat einnig í fræðslunefnd eitt kjörtímabil.
„Mér hefur þótt dásamlegt að búa í Mosfellsbæ öll þessi ár og vil nú nýta reynslu mína og þekkingu til þess að taka þátt í að gera bæinn okkar að enn betra samfélagi,“ segir Elísabet.




