Hilmar býður sig fram í 1. sæti

Mosfellingurinn Hilmar Gunnarsson hefur ákveðið að gefa kost á sér til að leiða lista sjálfstæðismanna í komandi sveitarstjórnar­kosningum. Hilmar er flestum kunnugur en hann hefur gegnt stöðu ritstjóra bæjarblaðsins Mosfellings síðastliðin 20 ár. Þá hefur hann m.a. haldið utan um bæjarhátíðina Í túninu heima og félagsheimilið Hlégarð síðustu ár.

Hilmar er giftur Oddnýju Þóru Logadóttur og saman eiga þau synina Kristófer, Loga og Kára. Fjölskyldan hefur alla sína tíð búið í Mosfellsbæ og tekið þátt í samfélaginu af lífi og sál. „Mitt helsta áhugamál er bæjarfélagið Mosfellsbær og því langar mig að taka næsta skref og vinna að framtíð þess.

Ég hlakka til að takast á við nýjar og krefjandi áskoranir – fyrir heimabæinn minn.“