Nei, ráðherra! í Bæjarleikhúsinu
Leikfélag Mosfellssveitar frumsýnir gamanleikritið Nei, ráðherra! eftir Ray Cooney þann 10. október í Bæjarleikhúsinu. Leikstjórar eru Aron Martin Ásgerðarson og Elísabet Skagfjörð.
Verkið gerist á Hótel Borg og er týpískur hurðafarsi sem byggir á misskilningi. Ráðherra Samfylkingarinnar, Örvar Gauti Scheving, finnur lík inni á herbergi sínu á Hótel Borg þar sem hann ætlaði að eyða kvöldinu með ritara Miðflokksins, Gógó. Í málið flækjast síðan Guðfinnur Maack, aðstoðarmaður ráðherra, Atli Geir, maður Gógóar, Rannveig, eiginkona Örvars ásamt starfsfólki Hótel Borgar.
Nei, ráðherra! var sýnt í Borgarleikhúsinu 2010/2011 við miklar vinsældir en sýningar verða í Bæjarleikhúsinu á fimmtudags- og laugardagskvöldum.
Miðasala fer fram á tix.is.
Á myndinni eru í aftari röð, frá vinstri: Brynja Sigurðardóttir, Örn Smári, Natalía Erla Arnórsdóttir og Laufey Pálsdóttir. Fremri röð, frá vinstri: Agnes Emma, Hugrún Ylfa Ágústsdóttir, Emil Grettir Ólafsson og Elísabet Tinna Haraldsdóttir. Á myndina vantar Aron Daða I. Jónsson og Björgu Brimrúnu.