Vetrarstarfið fjölbreytt og skemmtilegt
Kæru Mosfellingar
Íþróttir og annað félagsstarf er mikilvægur þáttur í uppeldi barna og ungmenna á Íslandi í dag og er framboð íþróttagreina í bænum okkar eins og best verður á kosið.
Við hjá Aftureldingu tökum vel á móti komandi vetri og bjóðum áfram upp á fjölbreytt og vandað starf innan 11 íþróttagreina.
Okkar markmið er að allir geti fundið sinn vettvang innan félagsins, umhverfi til að þroskast, blómstra og hafa gaman.
Á sama tíma og við kynnum okkar starf og æfingatöflur vetrarins þá langar mig að nota tækifærið og hvetja foreldra til að taka virkan þátt með börnunum sínum í vetur. Sýnum áhuga, sýnum stuðning og verum hvetjandi. Ykkar þáttur er ekki síður mikilvægur.
Bjóðum veturinn velkominn.
Einar Ingi Hrafnsson
Framkvæmdastjóri Aftureldingar