Í TÚNINU HEIMA 2025 – DAGSKRÁ
Bæjarhátíðin Í túninu heima verður haldin 28. til 31. ágúst og fagnar hátíðin 20 ára afmæli í ár. Dagskráin er fjölbreytt og glæsileg að vanda.
Hátíðin verður formlega sett á hátíðardagskrá í Hlégarði á fimmtudegi. Þá fer fram útnefning bæjarlistamanns og veittar verða umhverfisviðurkenningar.
Íbúar, félagasamtök og fyrirtæki leggja sitt af mörkum til hátíðarinnar og dagskráin er þannig úr garði gerð að allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Mosfellingar prýða hús og garða í litum hverfanna fjögurra og skapa þannig sérstakt svipmót í bænum.
Smelltu hér til að skoða dagskrá bæjarhátíðarinnar (pdf)
Þriðjudagur 26. ágúst
17:00-20:00 Perlað með Krafti
Kraftur kemur í Hlégarð og perlar armbönd með Aftureldingu og Mosfellingum. Kraftur er stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein.
17:00-18:00 Prjónaskreytingar
Kvenfélag Mosfellsbæjar skreytir aspirnar við Háholt í miðbæ Mosfellsbæjar með handverki. Íbúar geta tekið þátt og komið með það sem þeir eru með á prjónunum.
•
•
Miðvikudagur 27. ágúst
14:00-16:00 Kynning fyrir eldri borgara
Kynningarfundur í Hlégarði um þá þjónustu sem stendur til boða í sveitarfélaginu. Þjónustuaðilar með kynningarbása og heitt á könnunni.
16:30-17:30 Uppskeruhátíð sumarlesturs í bókasafninu
Frábært lestrarsumar gert upp á uppskeruhátíð í bókasafninu. Sirkus Ananas stýrir skemmtilegri sirkussmiðju.
17:00-19:00 Opið hús – Amsturdam 7
Magne og Ásta í Icebike taka á móti gestum í splunkunýju hjóla- og gönguskíðaleigunni sinni í Amsturdam 7 (rétt sunnan við Reykjalund).
18:00 Hundahlaup
Hundahlaupið er opið öllum. Farin verður sérstaklega falleg hlaupaleið sem hefst við flötina fyrir neðan Reykjalund. Svæðið opnar kl. 16:00, sameiginleg upphitun hefst kl. 17:45, skemmtiskokk ræst kl. 18:00 og 5 km tímataka ræst kl. 18:30.
19:00-20:30 Ball fyrir 5.-7. bekk
Í túninu heima ball í Hlégarði. Dj og sjoppa á staðnum. 1.000 kr. inn.
21:00-23:00 Unglingaball í Hlégarði fyrir 8.-10. bekk
Í túninu heima hátíðarball á vegum
félagsmiðstöðvarinnar Bólsins. Drullusokkarnir, Partývélin ásamt leyniatriði og Maron Birnir. 2.000 kr. inn.
21:00 Hátíðarbingó í Bankanum
Bingó fullorðna fólksins með stórglæsilegum vinningum að vanda. Bingóstjórar: Hilmar Mosfellingur og Einar Scheving.
•
•
Fimmtudagur 28. ágúst
Íbúar skreyta hús og götur
– Gulur: Hlíðar, Höfðar, Tún og Mýrar
– Rauður: Tangar, Holt og Miðbær
– Bleikur: Teigar, Krikar, Álafosskvos, Lönd, Ásar, Tungur og Mosfellsdalur
– Blár: Reykja- og Helgafellshverfi
14:00-18:00 Opið hús listafólks í Álafosskvos – Traust í túninu heima
Ólöf Björg sýnir valin verk í vinnustofu sinni að Álafossvegi 23, 3. hæð. Gefinn er 20% afsláttur af verkum í gallerírými vegna 20 ára afmælis bæjarhátíðarinnar.
16:00-18:00 Álmholt 10
List-Hrönn Gallerí. Myndlistarsýning. Hrönn Helgadóttir sýnir eigin verk.
16:30 Sápubolti við Hlégarð
Félagsmiðstöðin Ból stendur fyrir Sápubolta á túninu við Hlégarð. 5.-7. bekkur kl. 16:30-17:30 og 13-18 ára kl. 17:30-18:30. Villi Karl flytur lög af nýrri plötu og pylsur í boði fyrir þátttakendur.
Í boði að fara í sund eftir á.
17:00 Hátíðardagskrá í Hlégarði og setning bæjarhátíðar
– Umhverfisnefnd veitir umhverfisviðurkenningar Mosfellsbæjar 2025.
– Mosfellsbær heiðrar starfsfólk sem á 25 ára starfsafmæli
– Útnefning bæjarlistamanns Mosfellsbæjar 2025
– Heitt á könnunni og öll velkomin
17:00-19:00 Opnun listasýningar í Lágafellslaug
Samsýning Bonís og BrummBrumm í anddyri Lágafellslaugar. Til að gera opnunina enn sætari verður boðið upp á ís frá Kjörís og jafnvel Bonís-legar kökur fyrir þá fyrstu sem mæta.
17:00-22:00 Sundlaugarkvöld
Húllumhæ og frítt í Lágafellslaug. Blaðrarinn gleður börnin kl. 18-20. Dj Baldur heldur uppi stuðinu. Lalli töframaður kl. 18:30. Wipeout-braut opin fyrir yngri krakka kl. 17-18 og fyrir þá eldri kl. 18-21. Ís í boði og pylsur og safar til sölu.
18:00 Fellahringurinn
Fellahringurinn verður ræstur frá Varmá kl. 18:00. Hjólað er um stíga og slóða umhverfis fellin í Mosfellsbæ. Boðið er upp á tvo mögulega hringi, litla 15 km og stóra 30 km. Nánari upplýsingar má finna á www.afturelding.is.
19:00 Fræðsluganga og tónleikar
Bjarki Bjarnason leiðir fræðslugöngu meðfram Leiruvogi þar sem áhersla verður lögð á náttúru og sögu svæðisins. Gangan hefst við Harðarból, upplestur á vel völdum stöðum og kvennakórinn Stöllurnar syngur. Í göngulok verður efnt til tónleika við Skiphól í Leiruvogi.
18:00 Afturelding – Grótta
Meistaraflokkur kvenna í fótbolta tekur á móti Gróttu á heimavelli.
Frítt inn í boði Malbikstöðvarinnar
20:00 Bílaklúbburinn Krúser
Bílaklúbburinn Krúser safnast saman á bílaplaninu við Kjarna. Tilvalið að kíkja á flottar drossíur og klassíska bíla frá liðinni tíð. Fjöldi glæsivagna á svæðinu ef veður leyfir og er heimafólk hvatt til að mæta.
20:30 Helga EA2 – Skiphóll
Heiða Árnadóttir flytur verkið Helga EA2 eftir Ásbjörgu Jónsdóttur við Skiphól (sem stendur á bak við hesthúsin við Köldukvísl). Helga EA2 verður flutt í lok fræðslugöngu Bjarka Bjarnasonar.
21:00 Bjartmar Guðlaugsson… & Hipsumhaps í Hlégarði
Það verður sannkölluð tónlistarveisla þegar Bjartmar Guðlaugsson … & Hipsumhaps stíga á svið saman. Tónlist Bjartmars hefur átt stóran sess í íslenskri tónlistarsögu og nú fær hann félagsskap frá Hipsumhaps. Miðar á Tix.is.
21:00 Ingó Veðurguð í Bankanum
Partýgigg með Ingó í Bankanum fimmtudagskvöld. Miðasala á Tix.is
•
•
Föstudagur 29. ágúst
07:30 Mosfellsbakarí
Mosfellsbakarí verður opið virka daga frá kl. 7:30-17:30, 8:00-16:00 á laugardeginum og 8:30-16:00 á sunnudeginum. Bakkelsi í hverfalitunum til sölu um helgina ásamt öðru góðgæti.
09:00 Nettó Sunnukrika
Nettó verður opið alla daga frá 08:00-21:00. Það verða frábær tilboð á girnilegum grillmat alla helgina.
10:00 og 11:00 Söngvasyrpa Lottu
Elsta árgangi leikskólanna í Mosfellsbæ er boðið á leiksýningu í bókasafninu. Leikhópurinn Lotta flytur söngvasyrpu sem er stútfull af sprelli, fjöri og söng. Dagskrá í samstarfi við leikskólana.
10:00 ÍSBAND – Þverholti 6
Opið alla virka daga frá kl. 10-17. Sérstök hátíðaropnun laugardaginn 30. ágúst kl. 12-16. Í sýningarsal verður Avenger, fyrsti alrafmagnaði bíllinn frá Jeep. Jeep Wrangler og Grand Cherokee jepparnir verða á sínum stað sem og RAM 3500 öflugu amerísku pallbíllarnir. Fiat atvinnubílarnir Doblo, Scudo og Ducato eru nú boðnir með veglegum afslætti.
14:00-20:30 Gullgarðurinn Hlégarði
Matur, drykkir og afþreying fyrir alla.
Kjúllabarinn, matarvagnar frá Götu-bitanum, veltibíllinn og leiktæki frá Köstulum. Prettyboitjokko kl. 17:00, karamellukast kl. 17:30, og heims-meistaramót í eggjakastseinvígi kl. 18:30.
14:00-18:00 Opið hús listafólks
í Álafosskvos – Trú í túninu heima
Ólöf Björg sýnir valin verk í vinnustofu sinni að Álafossvegi 23, 3. hæð.
16:00-18:00 Álmholt 10
List-Hrönn Gallerí. Myndlistarsýning. Hrönn Helgadóttir sýnir eigin verk.
16:00-20:00 Opin vinnustofa í Álafosskvos
Opin vinnustofa Sigfríðar Lárusdóttur og Lárusar Þórs Pálmasonar að Álafossvegi 23, 4. hæð (lyfta á gafli húss).
16:00 Ævintýragarðurinn
Vígsla á nýju Fjölskyldufjallahjólabrautinni í Ævintýragarðinum. Hjóladeild Aftureldingar og hjólavinir á svæðinu.
16:00-18:00 FM95Blö í beinni
Útvarpsþátturinn FM95Blö er sendur út í beinni útsendingu á FM597 frá Kjúllanum í Hlégarði. Mosfellingurinn Steindi Jr. fer fyrir sínum mönnum og góðir gestir líta við.
17:00-19:00 Glíma á Hlégarðstúni
Glímufélag Reykjavíkur býður öllum að taka þátt eða fylgjast með glímuæfingu. Það geta allir komið og kynnt sér krakkaglímuna og grunnnámskeið fullorðinna sem verður á dagskrá í haust.
19:00-23:00 Hamarsteigur
Pop-up fatamarkaður í botnlanganum við Hamarsteig. Peysur og bolir hannaðir undir merkinu 270.
19:00-23:00 Álafossvegur 27
Opið hús í keramikstúdíóinu Studio Esja.
19:00-23:00 Kaffihús Mosverja
Skátafélagið Mosverjar verður með kaffihús í Skálanum í Álafosskvos. Rjúkandi heitt kakó eða kaffi ásamt ýmsu góðgæti.
19:00-22:00 Súpuveisla Friðriks V
Matreiðslumeistarinn Friðrik V og vinir galdra fram kraftmikla kjötsúpu í Álafosskvos ásamt ljúffengri fiskisúpu og dásemdar vegan-súpu. Allur ágóði fer til endurbóta á skátaheimili Mosverja
20:00 Sinfó í sundi
Stórtónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands verða sýndir í beinni útsendingu
í innilaug Lágafellslaugar.
20:15 Íbúar safnast saman á Miðbæjartorgi
Gulir, rauðir, bleikir og bláir. Öll hvött til að mæta í lopapeysu. Skrúðganga leggur af stað kl. 20:30. Hestamannafélagið Hörður leiðir gönguna með vöskum fákum.
21:00-22:30 Ullarpartý í Álafosskvos
Brekkusöngur og skemmtidagskrá. Lúðrasveit Mosfellsbæjar ásamt eldri nemendum Skólahljómsveitar Mosfellsbæjar tekur á móti gestum. Una Torfa tekur nokkur lög og Sprite Zero Klan hitar upp brekkuna. Björgunarsveitin Kyndill kveikir á blysum. Hilmar Gunnars og Gústi Linn stýra brekkusöng.
22:00-02:00 MOSÓ ALL-STARS ásamt Doctor Victori
Kjúllinn kynnir partý af gamla skólanum þar sem okkar skærustu Mosfellingar stíga á svið. Fram koma: Steindi Jr., Slææ, Þrándur og Númi, Jóndi, Ólafía &co, Axel og Jökull Andréssynir, Gummi og Guddi, Anna Lilja o.fl. Miðar á Tix.is
•
•
Laugardagur 30. ágúst
– Frítt í Varmárlaug
– Frítt á Gljúfrastein
– Tívolí við Miðbæjartorg alla helgina (aðgöngumiðar seldir á staðnum)
8:00-20:00 Golfklúbbur Mosfellsbæjar
Tveir fyrir einn af vallargjaldi á golfvellinum í Bakkakoti í Mosfellsdal um helgina.
9:00-16:00 Tindahlaupið
Náttúruhlaup sem hefst í Fellinu við Íþróttamiðstöðina að Varmá. Ræst verður í tveimur ráshópum, 5 og 7 tindar kl. 9:00, 1 tindur og 3 tindar kl. 11:00.
Tindahlaup Mosfellsbæjar er í boði Nettó. Skráning á hlaup.is.
9:30-10:30 Opin fjölskylduæfing
Vala og Gaui bjóða öllum áhugasömum um hreyfingu á opna hreystiæfingu á útiæfingasvæði þeirra að Engjavegi 12. Foreldrar, takið börnin með!
10:00-17:00 Frítt á Gljúfrastein
Frítt inn á Gljúfrastein laugardaginn 30. ágúst frá kl. 10-17. Gestum verður boðið að ganga um húsið og skoða sýninguna Skrýtnastur er maður sjálfur sem er í móttökunni á Gljúfrasteini.
10:40-16:00 Íslandsmótið í motocross
Síðasta umferðin í Íslandsmótinu í motocross verður haldin í MotoMos í Leirvogstungu. Keppt er í ýmsum flokkum, þar á meðal unglingaflokkum og opnum kvennaflokki. Aðgangur ókeypis og sjoppan verður opin, allar tekjur renna beint til Kyndils sem stendur vaktina.
11:00-11:30 Brúðubíllinn í Álafosskvos
Lilli og Dúskur fara til Dúskalands. Þar hitta þeir Dúskamömmu og dónadúskinn.Tröllið undir brúnni og geiturnar þrjár munu láta sjá sig og dýrin í Afríku.
11:30-13:30 Andlitsmálun
Andlitsmálun í Kvosinni fyrir káta krakka.
11:00-16:00 Bílskúrssala Hjallahlíð
Bílskúrinn í Hjallahlíð 15 verður opinn.
11:00-17:00 Bílskúrssala Barrholti 5
Allt mjög ódýrt. Föt og skór á alla fjölskylduna. Heimilisvörur, leikföng, bækur og ýmislegt úr bílskúrnum.
11:00-17:00 Loppumarkaður í Kjarna
Loppumarkaður snýr aftur og verður haldinn í Kjarna, Þverholti 2, fyrir framan bókasafnið. Alvöru markaðsstemning.
11:00-16:00 Húsdýragarðurinn á Hraðastöðum
Í Mosfellsdal er dýragarður með hin ýmsu húsdýr sem hægt er að klappa. Aðgangseyrir 1.300 kr. og frítt fyrir 2 ára og yngri. Boðið er upp á að teyma undir börnum kl. 13 og 15 fyrir auka 500 kr.
12:00-17:00 Gullgarðurinn Hlégarði
Kjúllabarinn og leiktæki frá Köstulum á sínum stað. KFC bitar í boði frá opnun. Leikir sýndir á risaskjá, Grimsby Town – Bristol Rovers og Man. United – Burnley.
12:00-16:00 Álafossvegur 27
Opið hús í keramikstúdíóinu Studio Esja.
12:00-16:00 Svið í Álafosskvos
12:00 Atli trúbador stjórnar brekkusöng fyrir yngstu kynslóðina.
13:00 Rotturnar (hljómsveit)
13:30 Drullusokkarnir (rafdúett)
14:00 Galdrakarlarnir frá Mos (hljómsveit)
14:30 Gleym mér ei (acoustic dúett)
15:00 Aftur í tímann (hljómsveit)
15:30 Annað (hljómsveit)
Nemendur frá Danssporinu koma fram milli hljómsveita.
12:00 Hópakstur um Mosfellsbæ
Fergusonfélagið stendur fyrir hópakstri dráttarvéla og fornbíla. Lagt af stað frá Tungubakkaflugvelli og keyrt um bæinn.
12:00-16:00 Verslun Ásgarðs
Ásgarður handverkstæði veitir fötluðum einstaklingum vinnu og þjónustu. Í verslun Ásgarðs má til dæmis finna falleg tréleikföng, skrautmuni, töskur og veski og ýmsar vörur fyrir heimilið.
12:00-17:00 Wings and Wheels
Fornbílar, flugvélar og dráttarvélar verða til sýnis á Tungubakkaflugvelli.
13:00-15:00 Íþróttahús Helgafellsskóla
Opið hús í íþróttahúsinu. Hægt verður að prófa þær íþróttir sem verða æfðar í húsinu í haust og vetur – badminton, borðtennis og körfubolta – og fulltrúar frá Aftureldingu og Borðtennisfélagi Mosfellsbæjar verða á svæðinu.
13:00-15:00 Leikskólinn Sumarhús Vefarastræti 2-6
Opið hús í nýjasta leikskólanum í Mosfellsbæ – Sumarhúsum. Hér gefst tækifæri til að skoða nýtt og fallegt húsnæði sem er hannað með þarfir barna og starfsfólks í huga þar sem umhverfið er bjart, hlýlegt og skapandi.
13:00-16:00 Verkstæði Ásgarðs
Listasmiðja Ásgarðs í græna bragganum við brúna. Gestum og gangandi stendur til boða að vera með í að gera listaverk sem sett verður upp í bænum.
13:00-15:00 Hamrahlíð Vinna og virkni Skálahlíð 9 (Skálatún)
Opið hús og markaður í Hamrahlíð Vinnu og virkni þar sem alls konar handgerðir hlutir verða til sölu.
13:00 Kvennakórinn Stöllur og gestir
Kvennakórinn Stöllur heldur tónleika fyrir utan Bæjarleikhúsið. Auk kórsins koma fram söngvararnir Ari Kristján Bjarkason, Lea Björk Bjarkadóttir og Eydís Ósk Sævarsdóttir, ásamt gítarleikurunum Ólafi Haraldi og Þóreyju Kristjönu.
13:00-14:00 Hestafjör
Teymt undir börnum á Stekkjarflötinni í boði Hestamenntar.
13:00-15:00 Bókasafnið
Náttúrukórónusmiðja með Þykjó.
13:00-17:00 Opin vinnustofa – Reykjavegur 84
Helga Jóhannesdóttir myndlistarkona býður bæjarbúa og aðra gesti hjartanlega velkomna á opna vinnustofu sína að Reykjavegi 84. Sölusýning á málverkum og keramiki. Léttar veitingar verða í boði.
13:00 Gallerí Hvirfill í Mosfellsdal
Bjarki Bjarnason kynnir tvær nýjustu bækurnar sínar sem eru Gröf minninganna (skáldsaga) og Myndarleg ljóð (ljóða- og ljósmyndabók). Bækurnar verða til sölu á bæjarhátíðarverði.
13:00-17:00 Karlar í skúrum
Opið hús að Skálahlíð 7A, Litlahlíð, á svæði Farsældartúns (áður Skálatúns). Margs konar verk til sýnis. Útskurður, tálgun, rennismíði, módelsmíði, fluguhnýtingar o.fl. Kaffi og meðlæti.
14:00-17:00 Opin vinnustofa – Hlíðartúni 3
Vinnustofa opin gestum og gangandi. Helga sýnir verk unnin úr blandaðri tækni. Allir velkomnir.
14:00-18:00 Opið hús listafólks í Álafosskvos – Frelsi í túninu heima
Ólöf Björg sýnir valin verk í vinnustofu sinni að Álafossvegi 23, 3. hæð.
14:00 Kjarni
Varmárkórinn tekur lagið í Kjarna.
14:00-18:00 Opin vinnustofa
Opin vinnustofa Sigfríðar Lárusdóttur og Lárusar Þórs Pálmasonar að Álafossvegi 23, 4. hæð (lyfta á gafli húss).
14:00-16:00 Kjúklingafestival
Stærstu kjúklinga- og matvælaframleiðendur landsins kynna afurðir sínar, selja og gefa smakk við íþróttamiðstöðina að Varmá. Matur og skemmtun fyrir alla.
14:00-17:00 Stekkjarflöt
Frítt fyrir káta krakka í hoppukastala.
15:00 Álmholt 10 – Mosfellingar bjóða heim
Tenórarnir þrír. Hrönn og Davíð bjóða til óperutónleika á lóðinni við Álmholt 10. Tenórarnir þrír mæta fullir af lofti og söng. Léttar kaffiveitingar og límonaði.
16:00-18:00 Álmholt 10
List-Hrönn Gallerí. Myndlistarsýning. Hrönn Helgadóttir sýnir eigin verk. Kaffiveitingar.
15:00-16:00 Afmæliskaka
Mosfellsbær og Mosfellsbakarí bjóða upp á afmælisköku í bakaríinu í tilefni 20 ára afmælis bæjarhátíðarinnar. Frítt fyrir
alla afmælisgesti hátíðarinnar.
15:00 Reykjabyggð 33 – Mosfellingar bjóða heim
Garðtónleikar, Ingibjörg Hólm syngur nokkur af sínum uppáhalds lögum.
16:00-18:00 Súluhöfði 21 – Mosfellingar bjóða heim
Hljómsveitin Less Is More spilar lög frá 9. áratugnum sem flestir ættu að kannast við.
16:00 Hvíti Riddarinn tekur á móti KF
Knattspyrnulið Hvíta Riddarans spilar mikilvægan leik gegn KF. Með sigri færist liðið nær því að komast upp í 2. deild. Leikurinn fer fram að Varmá.
16:00 Akurholt 21 – Mosfellingar bjóða heim
Fjölskyldan Akurholti 21 býður í tónlistarveislu. Stormsveitin ásamt Þóri Úlfarssyni stígur á stokk með vel valin lög úr öllum áttum. Einnig mætir hljómsveitin Alto sem spilar út öllum sínum trompum.
16:30 Karamellukast
Karamellukast á Tungubakkafluvelli.
17:00 Túnfótur – Mosfellingar bjóða heim
Blúshljómsveit Þorkels Jóelssonar og félaga heldur tónleika á garðpallinum í Túnfæti í Mosfellsdal. Verið velkomin.
18:00-21:00 Götugrill
Íbúar í Mosfellsbæ halda götugrill í vel skreyttum götum bæjarins.
20:00 Sundlaugarbíó í Lágafellslaug
Bíósýning í innilauginni. Frítt í sund 19:00-22:00.
20:00-00:00 Dj Gassi í Bankanum
Dj Gassi heldur uppi stemningunni í Bankanum og leynigestur mætir á svæðið.
21:00-02:00 Stórdansleikur
Afturelding stendur fyrir Pallaballi í Hlégarði. Alvöru stuð og stemning. Húsið opnar kl. 21 og tryllt orka frá upphafi eins og Palli kann best. 20 ára aldurstakmark og miðasala á MidiX.is.
21:00 – 00:00 Ljósasýning á Helgafelli
Helgafell uppljómað í hverfalitunum. Stórbrotið listaverk sem sést víða að.
•
•
Sunnudagur 31. ágúst
8:00-20:00 Golfklúbbur Mosfellsbæjar
Tveir fyrir einn af vallargjaldi á golfvellinum í Bakkakoti í Mosfellsdal um helgina.
9:30-11:00 Opinn fjölskyldutími
Fyrsti opni fjölskyldutími vetrarins í íþróttahúsinu að Varmá. Ætlað börnum á grunnskólaaldri og allri fjölskyldunni. Leikir, íþróttir, boltar, borðtennis, fimleikar, dans og margt fleira. Frítt í sund fyrir alla fjölskylduna að tímanum loknum.
9:00-17:00 Tungubakkar
Fótboltamót Aftureldingar og Gæða-baksturs, 7. og 8. flokkur karla og kvenna.
11:00-17:00 Bílskúrssala Barrholti 5
Allt mjög ódýrt! Föt og skór á alla fjölskylduna. Heimilisvörur, leikföng, bækur og ýmislegt úr bílskúrnum.
11:00-16:00 Húsdýragarðurinn á Hraðastöðum
Í Mosfellsdal er dýragarður með hin ýmsu húsdýr sem hægt er að klappa. Aðgangseyrir 1.300 kr. og frítt fyrir 2 ára og yngri. Boðið er upp á að teyma undir börnum kl. 13 og 15 fyrir auka 500 kr.
12:00-16:00 Matarmarkaður í Álafosskvos
Framleiðendur sýna, segja frá og selja. Spennandi markaður með góðum mat beint frá framleiðendum.
13:00 Skákmót í Kjarna
Nýstofnað skákfélag Mosfellsbæjar stendur fyrir skákmóti þar sem teflt verður um titilinn Skákmeistari Mosfellsbæjar. Tefldar verða 7 umferðir með tímamörkunum 7 mínútum á mann.
13:00-17:00 Álmholt 10
List-Hrönn Gallerí. Myndlistarsýning. Hrönn Helgadóttir sýnir eigin verk. Kaffiveitingar.
13:00-17:00 Karlar í skúrum
Opið hús að Skálahlíð 7A, Litlahlíð, á svæði Farsældartúns (áður Skálatúns). Margs konar verk til sýnis. Útskurður, tálgun, rennismíði, módelsmíði, fluguhnýtingar o.fl. Kaffi og meðlæti.
14:00 Leirutangi 53 – Mosfellingar bjóða heim
Ungar hljómsveitir úr Listaskóla Mosfellsbæjar spila ábreiður af þekktum rokk- og poppslögurum.
14:00 Afturelding – FH í Bestu deild
Heimaleikur á Malbikstöðinni að Varmá. Afturelding er í harðri baráttu í Bestu deild karla. Stemning á heimaleikjum í sumar hefur verið mögnuð.
14:00-16:00 Opið hús á slökkvistöðinni
Slökkvistöðin við Skarhólabraut verður til sýnis fyrir hátíðargesti. Gestum býðst að skoða bíla, tæki og búnað slökkviliðsins í bílasal. Hinn ástsæli Bjössi brunabangsi kíkir í heimsókn. Öll velkomin.
15:00 – Skógræktin Hamrahlíð
Gjöf Mosfellsbæjar í tilefni af 70 ára afmæli Skógræktarfélagsins afhúpuð. Gjöfin er nýtt grill í Hamrahlíðarskóginum og á því verða grillaðar pylsur og vonandi mæta sem flestir og eiga saman góða stund í skóginum.
16:00 Valdimar á stofutónleikum
Síðustu stofutónleikar sumarsins á Gljúfrasteini. Þá mun enginn annar en tónlistamaðurinn og söngvarinn Valdimar Guðmundsson koma fram í stofunni og flytja lög úr ýmsum áttum. Aðgangseyrir er 3.900 kr. og miðar seldir á staðnum.
17:00-19:00 Stórtónleikar á Hlégarðstúni
Skemmtun fyrir alla fjölskylduna þar sem Mosfellsbær býður upp á stórtónleika á Hlégarðstúni. Fram koma: Bestu lög barnanna, Sylvía og Árni, GDRN, Klara Einars, Emmsjé Gauti og VÆB.
Kynnar verða Mosfellingarnir Steindi og Dóri DNA.
20:00 Kvöldmessa
Kvöldmessa í Lágafellskirkju. Sr. Arndís G. Bernhardsdóttir Linn og sr. Guðlaug Helga Guðlaugsdóttir þjóna fyrir altari. Organisti er Bjarmi Hreinsson.