Ávísun á fleiri ævintýri
Styrktarmótið Palla Open var haldið fimmta árið í röð í byrjun júní.
Mótið fer stækkandi ár hvert og er orðið stærsta golfmót sinnar tegundar hér á landi. Að þessu sinni voru það 244 kylfingar sem tók þátt og ríkti mikil gleði á Hlíðarvelli þennan dag í blíðskaparveðri.
Framlag Golfklúbbs Mosfellsbæjar er til fyrirmyndar en allt þátttökugjald rennur beint til málefnisins og jafnframt gefur klúbburinn alla sína vinnu í tengslum við mótið.
Draumurinn að byggja nýtt hús
Á síðustu fimm árum hefur Palla Open safnað um 16 milljónum til styrktar góðum málefnum. Stærstur hluti af þessum fjármunum hefur runnið til Reykjadals. Palla Open hefur keypt fjóra útivistarhjólastóla sem hafa heldur betur nýst vel.
Þá hafa fjölmargir styrktaraðilar gefið glæsilega vinninga í gegnum árin.
Framlag Palla Open styrkir starfsemi, uppbyggingu og aðstöðu í Reykjadal, þar sem vinátta, ævintýri og þátttaka eru í forgrunni. „Draumurinn er að byggja nýtt hús í Reykjadal,“ segir Palli Líndal sem er stórhuga.
Á myndinni eru þau Ágúst, Andrea, Bergljót, Kári, Palli og Hlín með afrakstur síðustu þriggja ára.