Félag aldraðra í Mosfellsbæ – FaMos
Félag aldraðra í Mosfellsbæ stendur fyrir mjög öflugu starfi í þágu eldri borgara hér í bænum.
Mikill hluti starfsins er á vegum fimm nefnda félagsins og einnig er mjög öflugt samstarf við félagsstarfið á vegum bæjarins. Þá á félagið þrjá fulltrúa í öldungaráði sem er skipað samkvæmt lögum og ætlað til að tengja félagsstarf eldri borgara og stjórnsýslu sveitarfélagsins eins og sjá má á heimasíðunni www.mos.is.
Félagar FaMos fá auglýsingar um starf nefndanna senda í tölvupósti en einnig birtist þær á heimasíðu félagsins, www.famos.is.
Félögum hefur fjölgað mjög síðustu ár, en alltaf er rými fyrir fleiri og fyrsta skref til að taka þátt í þessu öfluga starfi gæti verið að gerast félagi. Allir sem eru 60 ára og eldri eiga rétt á inngöngu í FaMos og geta skráð sig á heimasíðu þess.
Um síðustu áramót voru tekin í notkun rafræn félagsskírteini. Það gekk ekki hnökralaust fyrir sig, en félagar eiga þakkir skildar fyrir þolinmæðina. Nú er unnið að því að losna undan byrjunarörðugleikunum, meðal annars með því að kaupa þjónustu fyrirtækja sem kunna á þessu lag.
Enn eru margir sem kjósa að fá útprentuð kort, það er auðsótt mál og þá þurfa félagar að sækja kortin í Brúarland. Það er alltaf gaman að koma í þetta fallega hús sem hýsir núna félagsstarf eldri borgara en var fyrsti barnaskóli bæjarins. Mögulegt er að fá félagsskírteinin send í pósti en þá þarf að biðja um það sérstaklega.
FaMos er með skrifstofu í Brúarlandi og opnunartími þar er á fimmtudögum milli kl. 15–16.
Einnig er hægt að hafa samband í netpósti famos@famos.is og í síma 883 5123 á milli kl. 13–18 á virkum dögum.
Jóhanna B. Magnúsdóttir formaður FaMos og Guðrún K. Hafsteinsdóttir ritari Famos