Veldu vímuefnafræðslu
Í þessari viku eru allir 9. bekkingar í Mosfellsbæ að fá vímuefnafræðslu frá Heilsulausnum.
Vímuefnafræðslan heitir VELDU sem vísar í að allir eigi val og að það sé mikilvægt að taka ákvörðun um hvaða stefnu við viljum taka í lífinu.
Markmiðið með fræðslunni er að upplýsa um skaðsemi og ávanabindingu vímuefna. Mikil áhersla er lögð á að styrkja sjálfsmynd og gera ungmennin ábyrg fyrir sínu lífi.
Foreldra- og forsjáraðilafræðsla er opin fyrir foreldra barna í 9. bekk til þess að upplýsa foreldra og halda umræðunni gangandi.
Fræðslan fer fram rafrænt og allir fengu hlekk á fræðsluna senda í pósti. Þannig geta foreldrar valið hvenær þau horfa, geta ýtt á pásu, spólað til baka og jafnvel horft aftur innan þessa tímaramma. Hjúkrunarfræðingar verða svo til staðar til að svara öllum spurningum og athugasemdum sem gætu komið upp gegnum tengilinn sjálfan, email eða skilaboð á facebooksíðu Heilsulausna. Fræðslan verður opin til miðnættis föstudagskvöldið 2. maí.
Við treystum á að allir foreldrar/forsjáraðilar nýti sér þessa fræðslu til að vera meðvituð um hvað er í gangi hjá unglingum.
Fyrir hönd forvarnarhóps Mosfellsbæjar,
Guðrún Helgadóttir forstöðumaður Bólsins