Í túninu heima – DAGSKRÁ 2024
Bæjarhátíðin vinsæla Í túninu heima verður haldin 29. ágúst til 1. september. Dagskráin er glæsileg að vanda og teygir sig vítt og breitt, upp á fellin og inn í Mosfellsdal.
Formleg setning fer fram með hátíðardagskrá í Hlégarði á fimmtudegi. Við það tækifæri fer fram útnefning bæjarlistamanns og veittar umhverfisviðurkenningar.
Þekktir dagskrárliðir verða í boði eins og Ullarpartí og markaðsstemning í Álafosskvos, flugvéla- og fornbílasýningin á Tungubökkum, kjúklingafestival, götugrill og Pallaball.
Hápunktur hátíðarinnar er á laugardagskvöld þegar stórtónleikar fara fram á Miðbæjartorgi þar sem bæði landsþekktar hljómsveitir og heimafólk stígur á svið. Breyting verður í ár en flugeldasýning sem björgunarsveitin Kyndill hefur staðið fyrir að loknum tónleikum verður ekki á dagskrá. Erfiðara hefur reynst að finna heppilega staðsetningu síðustu ár vegna uppbyggingar í miðbænum sem byrgir sýn frá torginu. Þá hefur umræða um flugelda farið vaxandi síðustu ár með tilliti til umhverfis, manna og dýra.
Smelltu hér til að skoða dagskrá bæjarhátíðarinnar (pdf)
Þriðjudagur 27. ágúst
14:00 Haustblómasýning Garðyrkjudeildar
Garðyrkjudeild Mosfellsbæjar hefst handa við að setja upp haustblómasýningu í miðbæ Mosfellsbæjar.
17:00-20:00 Perlað með Krafti
Kraftur kemur í Hlégarð og perlar armbönd með Aftureldingu og Mosfellingum. Kraftur er stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein.
18:00 Prjónaskreytingar
Kvenfélag Mosfellsbæjar skreytir aspirnar við Háholt í miðbæ Mosfellsbæjar með handverki. Íbúar geta tekið þátt og komið með það sem þeir eru með á prjónunum.
Miðvikudagur 28. ágúst
14:00-16:00 Kynning fyrir eldri borgara
Kynningarfundur í Hlégarði um þá þjónustu sem stendur til boða í sveitarfélaginu. Þjónustuaðilar með kynningarbása og heitt á könnunni.
16:30-17:30 Uppskeruhátíð sumarlesturs í Bókasafninu
Eftir frábært lestrarsumar fögnum við lestrarhetjum bæjarins með uppskeruhátíð. Blaðrarinn stýrir blöðrusmiðju sem hefst kl. 16:30. Best er að vera með frá byrjun. Aðgangur ókeypis og öll velkomin.
18:00 Hundahlaup
Hundahlaupið er opið öllum. Farin verður sérstaklega falleg hlaupaleið sem hefst við flötina fyrir neðan Reykjalund. Svæðið opnar kl. 16:00, sameiginleg upphitun hefst kl. 17:30 og hlaupið ræst kl. 18:00.
Í boði er annars vegar 5 km tímataka og hins vegar 2 km skemmtiskokk.
19:00-20:30 Ball í Hlégarði fyrir 5.-7. bekk
Í túninu heima ball í Hlégarði. Dj Ari heldur uppi stuðinu. 1.000 kr. inn.
21:00-23:00 Unglingaball í Hlégarði fyrir 8.-10. bekk
Í túninu heima hátíðarball á vegum félagsmiðstöðvarinnar Bólsins. Herra Hnetusmjör og dj Bjarni K. 2.000 kr. inn.
20:00 Tónleikar í Lágafellskirkju
Tónleikar með Elínu Hall í Lágafellskirkju. Reynir Snær Magnússon spilar með á gítar. Ókeypis aðgangur á meðan húsrúm leyfir.
21:00 Hátíðarbingó í Bankanum
Bingó fullorðna fólksins í Bankanum með stórglæsilegum vinningum að vanda. Bingóstjóri: Hilmar Mosfellingur.
Fimmtudagur 29. ágúst
Íbúar skreyta hús og götur í hverfislitum
– Gulur: Hlíðar, Höfðar, Tún og Mýrar
– Rauður: Tangar, Holt og Miðbær
– Bleikur: Teigar, Krikar, Lönd, Ásar, Tungur og Mosfellsdalur
– Blár: Reykja- og Helgafellshverfi
10:00-18:00 Útvarp Mosfellsbær
Umsjón: Ástrós Hind Rúnarsdóttir og Tanja Rasmussen FM 106,5 í og í Spilaranum. Útsending frá Hlégarði.
16:30 Sápubolti við Hlégarð
Félagsmiðstöðin Ból stendur fyrir Sápubolta á túninu við Hlégarð. 4-6 saman í liði. Frítt að taka þátt fyrir alla Mosfellinga, óháð aldri. Skráning liða sendist á bolid@mos.is eða í gegnum instagram @bolid270
17:00 Hátíðardagskrá í Hlégarði og setning bæjarhátíðar
– Umhverfisnefnd veitir umhverfisviðurkenningar Mosfellsbæjar 2024, veittar verða viðurkenningar fyrir garð ársins, fallega garða, tré ársins og íbúaátak.
– Mosfellsbær heiðrar starfsfólk sem á 25 ára starfsafmæli
– Útnefning bæjarlistamanns Mosfellsbæjar 2024
– Hljómsveitin Piparkorn leikur
– Heitt á könnunni og öll velkomin
17:00-19:00 Opnun listasýningar – Bæjarás 2
Myndlistarsýningin „Það sem ég sé” eftir Hólmfríði Ólafsdóttur opnar í bílskúrnum í Bæjarási 2.
17:00-22:00 Sundlaugarkvöld
Húllumhæ og frítt í Lágafellslaug. Blaðrarinn gleður börnin kl. 18-20. Dj Baldur heldur uppi stuðinu. Halla Hrekkjusvín og Solla Stirða úr Latabæ kl. 18. Aqua Zumba kl. 19. Wipeout-braut opin fyrir yngri krakka kl. 17-18 og fyrir þá eldri kl. 18-21. Ís í boði.
17:00 Gengið á Reykjaborg
Ævar Aðalsteinsson Mosverji býður í göngu á Reykjaborg. Lagt verður af stað frá Hafravatnsrétt kl. 17. Gengið verður að Borgarvatni og á Reykjaborg. Skemmtileg ganga þar sem stikaðar gönguleiðir Mosfellsbæjar verða kynntar.
18:00 Fellahringurinn
Fellahringurinn verður haldinn fimmtudaginn 29. ágúst og ræst frá Varmá kl. 18:00. Hjólað er um stíga og slóða umhverfis fellin í Mosfellsbæ. Boðið er upp á tvo mögulega hringi, litla 15 km og stóra 30 km.
19:30 Söguganga
Bjarki Bjarnason leiðir sögugöngu um stríðsminjaslóðir. Mæting á bílastæðinu norðan við Helgafell kl. 19.30.
Gengið verður á Helgafell og í áttina að Köldukvísl þar sem stórt sjúkrahús var reist á stríðsárunum. Öll velkomin.
20:00 Bílaklúbburinn Krúser
Bílaklúbburinn Krúser safnast saman á bílaplaninu við Kjarna. Tilvalið að kíkja á flottar drossíur og klassíska bíla frá liðinni tíð. Fjöldi glæsivagna á svæðinu ef veður leyfir og er heimafólk hvatt til að mæta.
20:00 Laddi í Hlégarði
Þjóðargersemin Laddi heldur sína fyrstu tónleika ásamt hljómsveit í Hlégarði. Lögin sem Laddi hefur samið og sungið í gegnum tíðina skipta tugum ef ekki hundruðum. Miðasala á Tix.is.
20:00 Byggðarholt 5 – Mosfellingar bjóða heim
Heiða Árnadóttir söngkona og Gunnar Gunnarsson flytja lög eftir franska tónskáldið Michel Legrand. Lögin verða flutt á íslensku og eru textar eftir Árna Ísaksson og Braga Valdimar Skúlason.
21:30 Ingó Veðurguð í Bankanum
Ingó Veðurguð hefur ferðast um landið með tónleikaröð sem hann kallar Söngur og sögur. Nú er hann mættur í Mosó. Miðasala á Facebook-síðu Bankans.
Föstudagur 30. ágúst
07:30 Mosfellsbakarí
Mosfellsbakarí verður opið virka daga frá kl. 7:30-17:30, 8:00-16:00 á laugardeginum og 8:30-16:00 á sunnudeginum. Heitar vöfflur verða til sölu um helgina, auk bakkelsis í hverfalitunum.
10:00-18:00 Útvarp Mosfellsbær
Umsjón: Ástrós Hind Rúnarsdóttir og Tanja Rasmussen FM 106,5 í og í Spilaranum. Útsending frá Hlégarði.
10:00 og 11:00 Söngvasyrpa Lottu
Elsta árgangi leikskólanna í Mosfellsbæ er boðið á leiksýningu í bókasafninu. Leikhópurinn Lotta flytur söngvasyrpu sem er stútfull af sprelli, fjöri og söng. Dagskrá í samstarfi við leikskólana.
12:00-20:30 Kjúllagarðurinn
Matur, drykkir og afþreying fyrir alla við Hlégarð. Kjúllabarinn, handboltaborgarar frá UMFA, matarvagnar frá Götubitanum, veltibíllinn og leiktæki frá Köstulum á sínum stað. Tilvalið stopp fyrir skrúðgöngu og brekkusöng.
15:00-18:00 Myndlistarsýning Bæjarás 2
Sýningin „Það sem ég sé” eftir Hólmfríði Ólafsdóttur í bílskúrnum í Bæjarási 2.
16:00 Ævintýragarðurinn
Formleg opnun hjólagarðsins Flækjunnar og nýuppfærðs frisbígolfvallar.
16:00-18:00 Opið í Þjónustustöð
Opið hús og kynning á starfsemi Þjónustustöðvar Mosfellsbæjar að Völuteig 15. Margt að skoða. Boðið upp á grillaðar pylsur, kaffi og kleinur.
16:00-20:00 Opið hús listamanna í Álafosskvos
Opnun á sýningunni RÁM eftir Svanlaugu Aðalsteinsdóttur og opin vinnustofa Sigfríðar Lárusdóttur, Lárusar Þórs Pálmasonar og Alrúnar Aspar Herudóttur að Álafossvegi 23, 4. hæð (lyfta á gafli húss).
17:00-19:00 Glíma á Hlégarðstúni
Glímufélag Reykjavíkur býður öllum að koma og taka þátt eða fylgjast með glímuæfingu. Það geta allir komið og kynnt sér krakkaglímuna og grunnnámskeið fullorðinna sem verður á dagskrá í haust.
18:30 Afturelding – Njarðvík
Afturelding tekur á móti Njarðvík í Lengjudeild karla. Heimaleikur á Malbikstöðinni.
19:00-23:00 Kaffihús Mosverja
Skátafélagið Mosverjar verður með kaffihús í Skálanum í Álafosskvos. Rjúkandi heitt kakó eða kaffi ásamt ýmsu góðgæti.
19:00-22:00 Súpuveisla Friðriks V og vina í Álafosskvos
Matreiðslumeistarinn Friðrik V og vinir galdra fram kraftmikla kjötsúpu ásamt ljúffengri fiskisúpu og dásemdar vegan-súpu. Allur ágóði fer til endurbóta á skátaheimili Mosverja.
19:30-22:00 Útimarkaður í Álafosskvos
Markaðstjöld full af fjölbreyttum varningi.
20:15 Íbúar safnast saman á Miðbæjartorgi
Gulir, rauðir, bleikir og bláir. Öll hvött til að mæta í lopapeysu. Skrúðgöngur leggja af stað kl. 20:30. Hestamannafélagið Hörður leiðir gönguna með vöskum fákum. Göngustjórar frá Leikfélagi Mosfellssveitar.
21:00-22:30 Ullarpartý í Álafosskvos
Brekkusöngur og skemmtidagskrá. Aron Can og VÆB bræður hita upp brekkuna. Björgunarsveitin Kyndill kveikir á blysum. Hilmar Gunnars og Gústi Linn stýra brekkusöng.
22:00-02:00 Mosópartý með Dr. Victori og Mosó All Stars
Kjúllinn kynnir: Old School Mosó Partý í Hlégarði – Sannkölluð lókal þvæla. Dr. Victor og Slææ þeyta skífum og nokkrir af okkar hressustu Mosfellingum taka gestasett. Forsala á Midix.is.
23:00 Herbert Guðmunds í Bankanum
Herbert Guðmunds og Gummi Hebb gera allt tryllt í Bankanum. Dj Geir Flóvent spilar fyrir og eftir. Frítt inn.
Laugardagur 31. ágúst
– Frítt í Varmárlaug
– Frítt á Gljúfrastein
– Tívolí við Miðbæjartorg alla helgina (Aðgöngumiðar seldir á staðnum)
8:00-20:00 Golfklúbbur Mosfellsbæjar
Tveir fyrir einn af vallargjaldi á golfvellinum í Bakkakoti í Mosfellsdal um helgina.
9:00-17:00 Íþróttasvæðið á Tungubökkum
Fótboltamót Aftureldingar og Gæðabaksturs, 6. og 7. flokkur karla og kvenna.
9:00-16:00 Tindahlaupið
Náttúruhlaup sem hefst í Fellinu við Íþróttamiðstöðina að Varmá. Ræst verður í tveimur ráshópum, 5 og 7 tindar kl. 9:00, 1 tindur og 3 tindar kl. 11:00. Fjórar vegalengdir í boði, 7 tindar (38 km), 5 tindar (34 km), 3 tindar (19 km) og 1 tindur (12 km). Tindahlaup Mosfellsbæjar er í boði Nettó.
9:30 KB Iceland – Engjavegur 12
Opin útiæfing hjá Kettlebells Iceland á Engjavegi. Ketilbjöllur og þrautasprikl.
10:00-12:00 Birkiteigur 3 – Mosfellingar bjóða heim
Pokémongleði – bítti og sala í tjaldi ásamt götukrítun fyrir alla fjölskylduna. Er hægt að kríta stærsta og flottasta parís í heimi? Komið með eigin krítar eða fáið á staðnum. Tónlist og gleði.
10:00-14:00 Kaffisæti Dalatangi 10
Kaffisæti býður upp á ekta ítalskt kaffi og með því til styrktar Krafti. Kraftur er stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein.
10:00-18:00 Útvarp Mosfellsbær
Umsjón: Ástrós Hind og Tanja Rasmussen FM 106,5 í og í Spilaranum.
10:00-17:00 Frítt á Gljúfrastein
Um þessar mundir fagnar Gljúfrasteinn – hús skáldsins 20 ára afmæli sem safn. Af því tilefni verður frítt inn á safnið um helgina. Gljúfrasteinn var heimili og vinnustaður Halldórs Laxness og fjölskyldu hans um hálfrar aldar skeið.
11:00-14:30 Þríþrautarbraut ársins í fimleikasalnum í Varmá
Fimleikadeild Aftureldingar setur upp flottar þríþrautarbrautir í fimleikasalnum í íþróttahúsinu að Varmá. Í boði verða tvær brautir, ein fyrir 7 ára og yngri, hin fyrir 8 ára og eldri. Hleypt er inn á heila og hálfa tímanum, 20 mínútur í senn. Kostar 1.000 kr. til fjáröflunar á betri búnaði fyrir deildina.
11:00-16:00 Loppumarkaður
Loppumarkaður verður haldinn í Kjarna. Taktu þátt í gleðinni og bókaðu pláss. Athugið að þátttakendur þurfa að útvega borð, stóla o.þ.h. Hægt að skrá sig með því að senda póst á maddy@mos.is
11:00-17:00 Húsdýragarðurinn á Hraðastöðum
Geitur, hestar, kettlingar, grísir, kálfur, hænur, kanínur, naggrísir og mörg önnur húsdýr á Hraðastöðum í Mosfellsdal. Aðgangur: 1.200 kr., frítt fyrir 2 ára og yngri.
11:00-17:00 Kaffihús Mosverja
Skátafélagið Mosverjar verður með kaffihús í Skálanum í Álafosskvos. Rjúkandi heitt kakó eða kaffi ásamt ýmsu góðgæti.
11:30-16:00 Súpuveisla Friðriks V og vina í Álafosskvos
Matreiðslumeistarinn Friðrik V og vinir galdra fram kraftmikla kjötsúpu ásamt ljúffengri fiskisúpu og dásemdar vegansúpu. Allur ágóði fer til endurbóta á skátaheimili Mosverja.
12:00 Barnaskemmtun á Hlégarðstúni
Sirkussýning og húllafjör. Mikilvæg mistök er eins manns sirkussýning fyrir leikskólaaldur. Í sýningunni er notast við sirkusáhöld sem börnin tengja við eins og bolta, kubba og sápukúlur. Húlladúllan býður upp á stutta fjölskylduskemmtun og svo skellir hún í heljarinnar húllafjör þar sem við húllum öll saman. Frír aðgangur.
12:00 Hópakstur um Mosfellsbæ
Fergusonfélagið stendur fyrir hópakstri dráttarvéla og fornbíla. Lagt af stað frá Tungubakkaflugvelli og keyrt um bæinn.
12:00-14:00 Opin vinnustofa hjá Listapúkanum
Listapúkinn og fyrrum bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Þórir Gunnarsson býður gestum í heimsókn á vinnustofu sína í Kjarna. Listapúkinn tekur vel á móti gestum á efri hæð gömlu heilsugæslunnar.
12:00-16:00 Verslun Ásgarðs
Ásgarður handverkstæði veitir fötluðum einstaklingum vinnu og þjónustu. Í verslun Ásgarðs má til dæmis finna falleg tréleikföng, skrautmuni, töskur og veski og ýmsar vörur fyrir heimilið.
12:00-16:00 Útimarkaður í Álafosskvos
Markaðstjöld full af fjölbreyttum varningi og ýmsar uppákomur á sviði.
– 12:00 Djasskrakkar
– 12:30 Daníel Moss
– 13:00 Rokkbál
– 13:30 Dúettinn Gleym mér ei
– 14:00 Nóri
– 14:30 Hljómsveitin Slysh
– 15:00 Ísak Dagur
12:00-17:00 Wings and Wheels – Tungubakkaflugvöllur
Fornbílar, flugvélar og dráttarvélar verða til sýnis. Kl. 13.30 fer fram glæsilegt listflug. Stórsveit Íslands ásamt söngvurunum Viggu Ásgeirsdóttur, Ara Jónssyni og Davíð Ólafssyni verður með tónleika á staðnum kl. 14:30 og aftur kl. 15:30.
13:00-19:00 Leiktæki við Hlégarð
Leiktæki frá Kastalar leiktækjaleiga.
13:00 Listamannaspjall í Listasal Mosfellsbæjar
Ólöf Björg Björnsdóttir býður gesti velkomna í létt spjall og leiðsögn í tengslum við sýningu sína Smávægilegar endurfæðingar í Listasal Mosfellsbæjar.
13:00-15:00 Brúarland
Öllum velkomið að kíkja og sjá nýju heimkynni félagsstarfsins og FaMos. Hlökkum til að sjá sem flesta í þessu fallega sögufræga húsi. Kaffi á könnunni.
13:00-14:00 Hestafjör
Teymt undir börnum á Stekkjarflötinni í boði Hestamenntar.
13:00-17:00 Myndlistarsýning Bæjarás 2
Sýningin „Það sem ég sé” eftir Hólmfríði Ólafsdóttur í bílskúrnum í Bæjarási 2.
13:00 Gallerí Hvirfill í Mosfellsdal
Bjarki Bjarnason rithöfundur les upp úr splunkunýrri skáldsögu sem heitir Gröf minninganna. Bókin verður til sölu á staðnum á sérstöku bæjarhátíðarverði.
13:00-17:00 Karlar í skúrum Mosfellsbæ – Handverkssýning
Opið hús að Skálahlíð 7A, Litlahlíð, á svæði Farsældartúns (áður Skálatúns). Margs konar verk til sýnis. Útskurður, tálgun, rennismíði, módelsmíði, fluguhnýtingar o.fl. Komið og fræðist um starfsemina. Kaffi og meðlæti.
13:00-16:00 Bílskúrssala í Barrholti 5
Ýmislegt til sölu og margt að sjá.
13:00 Stöllurnar bjóða heim á Suðurá í Mosfellsdal
Kvennakórinn Stöllur flytur nokkur falleg íslensk lög við bæinn Suðurá í Mosfellsdal.
Keyrt upp Þingvallaveginn og inn fjórða afleggjara til hægri, Reykjahlíðarveg, inn í enda og yfir brúna.
14:00-16:00 Klifurveggur við skátaheimilið
Sigraðu vegginn og láttu þig síga rólega niður. 8 metra hár veggurinn er áskorun fyrir börn á öllum aldri.
14:00-18:00 Opið hús listafólks í Álafosskvos
Ólöf Björg Björnsdóttir myndlistarkona fagnar listinni í Kvosinni með vinnustofusýningu að Álafossvegi 23, 3. hæð. Leiðsögn kl. 15 og 17. Verið hjartanlega velkomin og njótið lista, gleði og samveru.
14:00-17:00 Opnar vinnustofur og sýning í Álafosskvos
Sýningin RÁM eftir Svanlaugu Aðalsteinsdóttur og opin vinnustofa Sigfríðar Lárusdóttur, Lárusar Þórs Pálmasonar og Alrúnar Aspar Herudóttur að Álafossvegi 23, 4. hæð (lyfta á gafli húss).
14:00-17:00 Textíl Barinn – Bjartahlíð 23
Textíl Barinn verður formlega opnaður með opnunarskál. Sýning á textílverkum og vörur Textíl Barsins til sölu. Hvað ertu með á prjónunum? Taktu það með.
Léttar veigar og ljúfir tónar í boði.
14:00 Afturelding – HK
Afturelding tekur á móti HK í Lengjudeild kvenna. Heimaleikur á Malbikstöðinni að Varmá kl. 14:00.
14:00-17:00 Hótel Laxnes
Opið hús á Hótel Laxnesi og innlit í svítuna. Kaffi og kleinur á Ásláki sveitakrá.
14:00-16:00 Kjúklingafestival
Stærstu kjúklinga- og matvælaframleiðendur landsins kynna afurðir sínar, selja og gefa smakk við íþróttamiðstöðina að Varmá. Matur og skemmtun fyrir alla fjölskylduna.
14:00-17:00 Stekkjarflöt
Frítt fyrir káta krakka í hoppukastala.
15:00 Bjarkarholt 8-20 – Mosfellingar bjóða heim
Hljómsveitin Góð í hófi flytur valið efni úr lagasafni Eagles og Eric Clapton. Tónleikarnir hefjast klukkan 15:00 og fara fram inn af bílaplani hússins. Enginn Eagles og Eric Clapton aðdáandi verður svikinn af því að mæta og njóta alls hins besta úr lagasafni þessara frábæru tónlistarmanna og lagahöfunda.
16:00 Laxatunga 11 – Mosfellingar bjóða heim
Tónleikar með Tómasi Helga Wehmeier í garðinum í Laxatungu 11. Ekta íslensk útilegustemming í bland við gömlu góðu smellina.
16:30 Karamellukast
Karamellukast á Tungubökkum.
17:00 Kvíslartunga 98 – Mosfellingar bjóða heim
Karlakórinn Esja kemur fram á heimatónleikum í Kvíslartungu. Léttur og hefðbundinn kór með óhefðbundnu ívafi.
17:00-21:00 Götugrill
Íbúar í Mosfellsbæ halda götugrill í vel skreyttum götum bæjarins.
20:00 9 ára afmæli Hrímþursa
Hrímþursar MC halda upp á 9 ára afmæli á Áslák.
21:00-23:00 Stórtónleikar á Miðbæjartorgi
Skemmtun fyrir alla fjölskylduna þar sem Mosfellsbær býður upp á stórtónleika á Miðbæjartorginu. Fram koma: Húbba Búbba, Gildran, GDRN, Hr. Eydís ásamt Ernu Hrönn, Páll Óskar og Patr!k. Kynnir Gústi Bé.
22:00 Eyjólfur Kristjáns í Bankanum
Hinn eini sanni Eyjólfur Kristjánsson mætir með gítarinn í Bankann. Dj Geir Flóvent spilar fyrir og eftir. Frítt inn.
23:00-03:00 Stórdansleikur í Hlégarði
Páll Óskar mætir í Hlégarð og heldur hátíðarball með Aftureldingu. Miðaverð á Pallaball 6.500 kr. Forsala í íþróttahúsinu að Varmá (20 ára aldurstakmark).
Sunnudagur 1. september
8:00-20:00 Golfklúbbur Mosfellsbæjar
Tveir fyrir einn af vallargjaldi á golfvellinum í Bakkakoti í Mosfellsdal um helgina.
9:30-11:00 Opinn fjölskyldutími í íþróttahúsinu að Varmá.
Fyrsti opni fjölskyldutími vetrarins í íþróttahúsinu að Varmá. Ætlað börnum á grunnskólaaldri og allri fjölskyldunni. Leikir, íþróttir, boltar, borðtennis, fimleikar, dans og margt fleira. Frítt í sund fyrir alla fjölskylduna að tímanum loknum.
9:00-17:00 Íþróttasvæðið á Tungubökkum
Fótboltamót Aftureldingar og Gæðabaksturs, 6. og 7. flokkur karla og kvenna.
10:00-17:00 Frítt á Gljúfrastein
Um þessar mundir fagnar Gljúfrasteinn – hús skáldsins 20 ára afmæli sem safn. Af því tilefni verður frítt á safnið um helgina.
11:00-17:00 Húsdýragarðurinn á Hraðastöðum
Geitur, hestar, kettlingar, grísir, kálfur, hænur, kanínur, naggrísir og mörg önnur húsdýr á Hraðastöðum í Mosfellsdal. Aðgangur: 1.200 kr., frítt fyrir 2 ára og yngri.
12:00-16:00 Sveitamarkaður í Mosó
Alvöru uppskera í Álafosskvos þar sem bændur selja vörur sínar beint frá býli. Grænmeti í úrvali, rósir, nýjar kartöflur, gúrkur, tómatar og íslensk hollusta. Hægt er að panta bás hjá Ingibjörgu Ástu, sveitamarkadurinnmoso@gmail.com.
12:00-16:00 Kaffihús Mosverja
Skátafélagið Mosverjar verður með kaffihús í Skálanum í Álafosskvos. Rjúkandi heitt kakó eða kaffi ásamt ýmsu góðgæti.
12:00-17:00 Leiktæki við Hlégarð
Leiktæki frá Kastalar leiktækjaleiga.
13:00-17:00 Karlar í skúrum Mosfellsbæ – Handverkssýning
Opið hús að Skálahlíð 7A, Litlahlíð, á svæði Farsældartúns (áður Skálatúns). Margs konar verk til sýnis. Útskurður, tálgun, rennismíði, módelsmíði, fluguhnýtingar o.fl. Komið og fræðist um starfsemina. Kaffi og meðlæti.
13:00-16:00 Bílskúrssala í Barrholti 5
Ýmislegt til sölu og margt að sjá.
14:00-16:00 Opnar vinnustofur og sýning í Álafosskvos
Sýningin RÁM eftir Svanlaugu Aðalsteinsdóttur og opin vinnustofa Sigfríðar Lárusdóttur, Lárusar Þórs Pálmasonar og Alrúnar Aspar Herudóttur að Álafossvegi 23, 4. hæð (lyfta á gafli húss).
13:00-17:00 Myndlistarsýning Bæjarás 2
Sýningin „Það sem ég sé” eftir Hólmfríði Ólafsdóttur í bílskúrnum í Bæjarási 2.
14:00-16:00 Opið hús á slökkvistöðinni
Slökkvistöðin við Skarhólabraut verður til sýnis fyrir hátíðargesti. Gestum býðst að skoða bíla, tæki og búnað slökkviliðsins í bílasal. Öll velkomin.
17:00 Bjartahlíð 23 – Mosfellingar bjóða heim
Heiða Árnadóttir söngkona og Gunnar Gunnarsson flytja lög eftir franska tónskáldið Michel Legrand. Lögin verða flutt á íslensku og eru textar eftir Árna Ísaksson og Braga Valdimar Skúlason.
20:00 Kvöldmessa
Kvöldmessa í Lágafellskirkju. Kirkjukórinn og Árni Heiðar Karlsson organisti leiða tónlistina. Sr. Arndís Linn og sr. Guðlaug Helga Guðlaugsdóttir þjóna fyrir altari.