Besta íþróttagreinin

Selma Birna Úlfarsdóttir

Fjölmargar rannsóknir sýna fram á ávinning þess fyrir líkamlega, andlega og félagslega heilsu að stunda íþróttir. Það sem mestu máli skiptir er að hafa gaman og njóta þess að hreyfa sig, til að hreyfingin skili sem mestri vellíðan.
Skipulagt íþróttastarf hefur verndandi áhrif á börn og þau eru ólíklegri til að neyta vímuefna á borð við áfengi, reykingar, munn- og neftóbak, kannabis og rafrettur. Rannsóknir hafa einnig sýnt að því oftar sem unglingar stunda íþróttir því ólíklegri eru þeir til að nota vímuefni.
Þegar verið er að greina líkamlega hæfileika eða hreysti skiptast þeir í níu þætti: liðleika, styrk, þol, kraft, hraða, jafnvægi, samhæfingu, fimi og færni. Allar íþróttir eru góðar og engin ein íþróttagrein er öðrum betri. Hins vegar hafa íþróttirnar ólíka styrkleika. Sem dæmi má nefna að boltagreinar auka þol, sundíþróttin kennir okkur að bjarga okkur í vatni og bardagaíþróttir kenna okkur að verja okkur. Allt eru þetta góðir eiginleikar.
Fimleikaíþróttin hefur þann styrkleika að vinna með átta af níu líkamlegum getuþáttum: Liðleika, styrk, kraft, hraða, jafnvægi, samhæfingu, fimi og færni. Það sem mætti bæta er þolið en til að bæta það má nýta sér aðrar íþróttagreinar og fara t.d. í göngu, hlaup eða hjólatúra.
Eins og áður segir er engin ein íþróttagrein best en þó er hægt að „besta“ hverja íþróttagrein með því að bæta við ákveðnum æfingum til að hún verði enn betri. Því ætlar fimleikadeildina að bjóða í haust upp á námskeið sem kallast Fimi. Um er að ræða 45 mínútna tíma sem eru ætlaðir börnum frá 6 ára og að fullorðinsaldri með það að markmiði að bæta líkamlega getu auk þess að leika sér í vel útbúnum fimleikasal.
Opinn prufutími í Fimi í fimleikasal Aftureldingar sunnudaginn 16. ágúst klukkan 12:30-13:15. Allir velkomnir 🙂
Hægt er að skrá á Fimi-námskeið á afturelding.felog.is

Selma Birna Úlfarsdóttir
íþróttafræðingur