Nýtt bifreiðaverkstæði við Völuteig
Örn Þórisson Kjærnested opnaði nýverið Bifreiðaverkstæði Össa að Völuteig 27, þar sem hann býður upp á allar almennar bílaviðgerðir.
„Ég opnaði verkstæðið í sumar, þetta fer vel af stað hjá mér og verkefnin og kúnnahópurinn fjölbreyttur og skemmtilegur,“ segir Össi.
„Þegar kom að því að fara í framhaldsskóla þá varð Borgarholtsskóli fyrir valinu. Ég skráði mig í bifvélavélavirkjun og hef verið með algjöra bíladellu síðan. Þegar ég úrskrifaðist úr Borgó fór ég í framhaldinu í Tækniskólann þar sem ég tók meistarann og útskrifaðist þaðan árið 2010.“
„Ég er búinn að vinna við fagið síðan ég kláraði námið en langaði svo að gera eitthvað nýtt og opna mitt eigið verkstæði. Það er náttúrlega langbest að vera í Mosó og því kom ekkert annað til greina en að finna hentugt húsnæði hér,“ segir Össi og hlær.
Allar frekari upplýsingar um verkstæðið má finna Facebook eða í síma 537-0230.