Ný framtíðarsýn á knattspyrnusvæði
Aðalstjórn Aftureldingar hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna breyttrar framtíðarsýnar á uppbyggingu knattspyrnusvæðis Aftureldingar.
Um miðjan janúar kynnti knattspyrnudeild Aftureldingar nýja framtíðarsýn varðandi aðstöðumál hjá félaginu. Á haustönn 2016 voru skáðir 420 iðkendur í barna- og unglingaráði ásamt tæplega 40 iðkendur í meistaraflokkum félagsins.
Iðkendum knattspyrnudeildar hefur fjölgað um 30% frá árinu 2008 til dagsins í dag. Búast má við svipaðri fjölgun iðkenda á næstu árum í ljósi þess að mikil uppbygging er þegar hafin í sveitafélaginu. Knattspyrnudeildin leggur mikinn metnað í að öll börn í sveitafélaginu sem vilja æfa knattspyrnu fái að æfa og að gæði æfinganna og æfingaaðstaðan séu deildinni og sveitafélaginu til sóma.
Reisi hálft yfirbyggt knattspyrnuhús
Stjórn knattspyrnudeildar Aftureldingar samþykkti einróma nýja framtíðarsýn varðandi aðstöðumál deildarinnar á fundi sínum 2. janúar sl. Hún felur í sér breytta stefnu en samkvæmt nýrri framtíðarsýn er horfið frá þeim áformum að byggja knattspyrnuhús í fullri stærð á íþróttasvæðinu við Varmá.
Ný tillaga knattspyrnudeildar felur í sér að reist verði hálft yfirbyggt knattspyrnuhús, gervigras endurnýjað á núverandi velli, byggð upp stúka og félagsaðstaða við núverandi gervigrasvöll, gervigras lagt á Varmárvöll ásamt hitalögnum og flóðlýsingu.
Bregðast þarf strax við fjölgun iðkenda
Þar er mat stjórnar knattspyrnudeildar Aftureldingar að bregðast verði strax við fjölgun iðkenda. Það eru fyrst og fremst fleiri fermetrar sem vantar til að geta veitt viðunandi þjónustu við iðkendur og haldið uppi þeim gæðum á æfingum sem ætlast er til. Að ráðast í byggingu á knattspyrnuhúsi í fullri stærð leysir ekki þau vandamál sem knattspyrnudeildin glímir við á þessum tímapunkti.
Bæjarráð Mosfellsbæjar hefur að tillögu bæjarstjóra falið honum að láta kostnaðargreina yfirbyggingu gamla gerfigrasvallarins ásamt því að skipta um gras á þeim nýja. Jafnframt að ræða við aðalstjórn félagsins um humyndirnar