Jólakveðjur

thorgerdurkatrin

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir

Haustið hefur verið viðburðaríkt. Eftir snarpa kosningabaráttu náði Viðreisn 7 fulltrúum á þing úr fimm kjördæmum af sex. Samtals féllu 10,5% atkvæða í skaut Viðreisnar. Bestur árangur náðist hér í Suðvesturkjördæmi, tæp 13% atkvæða og tveir þingmenn.
Fyrir þetta mikla traust erum við þakklát og munum leggja okkur fram um að standa undir væntingum kjósenda okkar. Auðvitað berum við hag landsmanna allra fyrir brjósti en gerum okkur góða grein fyrir sérstökum skyldum okkar við kjósendur og íbúa í kjördæmi okkar.

Þegar þetta er ritað liggur ekki fyrir hvaða ríkisstjórn tekur við stjórnartaumum og ekki heldur hvort Viðreisn á aðild að henni. Viðreisn hefur á hinn bóginn lagt sig fram í tilraunum til stjórnarmyndunar bæði til hægri og vinstri. Málefnin hafa ráðið för hjá okkur í þeim öllum en við erum að sjálfsögðu meðvituð um nauðsyn málamiðlana þegar margir koma að samningaborði.
Okkar mat er að allar þessar viðræður hafi skilað vissum árangri og við erum vongóð um að þessi samtöl geti leitt til aukinnar samvinnu og betri vinnubragða á Alþingi. Það yrði til hagsbóta fyrir fólkið í Kraganum sem annars staðar. Viðreisn og Björt framtíð hafa átt farsælt samstarf í þessum viðræðum. Þótt flokkarnir séu ólíkir þá hafa menn sammælst um að ýta undir og styrkja frjálslyndið með nánu samstarfi í gegnum stjórnarmyndunarviðræður. Það er ný nálgun.
Við horfum bjartsýn fram á veg og hlökkum til þess að láta til okkar taka og eiga við ykkur gott samstarf á komandi ári.

Jón Steindór Valdimarsson

Jón Steindór Valdimarsson

Með ósk um gleðileg jól og farsæld á komandi ári.

Þorgerður Katrín og Jón Steindór