Von og vellíðan

Sonja Riedmann

Sjúkraþjálfun Mosfellsbæjar fagnaði 25 ára afmæli þann 19. mars.
Hvernig við náum von og vellíðan er nokkuð sem flestir velta fyrir sér. Sjálf hef ég fundið leið með svokölluðu NEWSTART Program (newstart.com).
Það er byggt á meira en 100 ára kenningum E.G. White. Fólk sem lifir eftir þessum kenningum, lifir hvað lengst í heiminum í dag. Í Sjúkraþjálfun Mosfellsbæjar kenni ég þessar aðferðir samhliða sjúkraþjálfun.

Lífsstílsbreytingar skila sér og eru vel rannsakaðar af mörgum fræðimönnum um allan heim. Neal D. Barnard læknir skrifaði í bók sinni Foods That Fight Pain að maturinn sem við borðum geti valdið verkjum.
Hann útskýrir að með því að sleppa ýmsum fæðutegundum, getum við minnkað bólgur, fundið sökudólgana og náð vellíðan í líkama okkar (Barnard, 1998).
Shushana Castle og Amy-Lee Goodman gáfu út bókina Rethink Food: 100+ Doctors Can´t Be Wrong. Þessir hundrað læknar skrifa sögur um fólk, sjúkdóma og lífsstíl og hvernig matur tengist vellíðan (Castle og Goodman, 2014). Eddie Ramirez skrifaði um sykursýki 2 Diabetes Can Be Defeated og hvernig hægt er að losna við eða minnka sykursýki með hundrað prósent breyttum lífsstíl (Ramirez, 2014). Neal Nedley læknir kynnir hvernig mögulegt er að losna við eða minnka þunglyndi í bók sinni Depression the Way Out (Nedley 2001).

Á þessum tímamótum vona ég að sem flestir nái betri heilsu. Því má ekki gleyma að góð heilsa er ekki síst undir því komin að lifa í sátt. Samanber hina svokölluðu æðruleysisbæn:
„Guð, gefi mér æðruleysi, til þess að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt, kjark til að breyta því sem ég get breytt og vit til að greina þar á milli.“ (Reinhold Niebuhr)
Ég þakka gott samstarf.

Sonja Riedmann, sjúkraþjálfari
Sjúkraþjálfun Mosfellsbæjar