Sérfræðiþekking á sviði velferðartækni

Hjúki er nýtt fyrirtæki sem sérhæfir sig í sölu, uppsetningu og þjónustu á skolsetum og öðrum hjálpartækjum innan sem utan heilbrigðisgeirans.
Fyrirtækið var stofnað árið 2018 af Hannesi Þór Sigurðssyni, Einari Vigni Sigurðssyni og Kristjáni Zophoníassyni, með það að leiðarljósi að veita persónulega ráðgjöf og sérfræðiþekkingu á sviði velferðartækni.

Lausnir í velferðartækni
„Við flytjum meðal annars inn klósettsetur með innbyggðum öflugum þvotti og þurrki sem gera salernisferðir auðveldari fyrir þá sem þurfa að öllu jöfnu aðstoð við það,“ segir Hannes einn eiganda Hjúka.
„Við komum og setjum setuna upp fyrir okkar viðskiptavini en með henni fylgir notendavæn fjarstýring þar sem hægt er að stjórna setunni með einum hnappi.“ Skolseturnar eru þróaðar með notkun í öldrunarþjónustu að leiðarljósi og hafa verið mikið notaðar á Norðurlöndunum. Seturnar eru með sætishita og stillanlegri hitastýringu á vatni og þurrki.

Betra hreinlæti eftir salernisferð
„Við fundum strax að eftirspurnin eftirþessu hjálpartæki var til staðar og hefur þetta gjörbreytt lífi margra að geta verið sjálfbjarga með sínar salernisferðir. Það eru ekki bara aldraðir sem nota setuna, það eru margir sem þurfa aðstoð við þetta bæði eftir aðgerðir og slys.“
Þeir sem vilja kynna sér betur skolsetuna er bent á að hafa samband við Hannes í síma 888 0072 eða á heimasíðu fyrirtækisins www.hjuki.is.