Í túninu heima 2017

Brekkusöngur – syngið með!

 

1)  Lag: REYNDU AFTUR

Þú reyndir allt
til þess að ræða við mig.
Í gegnum tíðina
ég hlustaði ekki á þig.
Ég gekk áfram minn veg;
niður til heljar, hér um bil.
Reyndu aftur – ég bæði sé
og veit og skil.
Hvert sem er skal ég fylgja þér.
Yfir Esjuna.
Til tunglsins.
Trúðu mér.
Ég gekk minn breiða veg;
niður til heljar, hér um bil.
Reyndu aftur – ég bæði sé og veit og skil.
2)  Lag: NÚ LIGGUR VEL Á MÉR

Stína var lítil stúlka í sveit,
stækkaði óðum blómleg og heit,
Hún fór að vinna, var margt að gera,
lærði að spinna, látum það vera.
Svo var hún úti sumar og haust,
svona var lífið strit endalaust.
Samt gat hún Stína söngvana sína sungið
með hárri raust.
Nú liggur vel á mér, nú liggur vel á mér,
gott er að vera léttur í lund,
lofa skal hverja ánægjustund.
Gaman fannst Stínu að glettast við pilt,
gaf hún þeim auga, var oftast stillt.
Svo sá hún Stjána, það vakti þrána,
hann kom á Grána út yfir ána.
Sæl var hún Stína saklaus og hraust,
svo fór hann burtu koldimmt um haust.
Samt gat hún Stína söngvana sína sungið
með hárri raust.
Nú liggur vel á mér, nú liggur vel á mér,
gott er að vera léttur í lund,
lofa skal hverja ánægjustund.
3)  Lag: LJÚFT AÐ VERA TIL

Í Herjólfsdalnum, við lífsins njótum.
Það er svo ljúft að vera til.
Vináttuörvum allt í kring skjótum.
Samveran veitir birtu og yl.
Hér er hamingja, ást og gleði.
Stemmingin í dalnum er svo blíð.
Forréttindi að vera með í,
veisluhöldunum á þjóðhátíð.
Eyja meyja og peyja, lof mér að segja,
ó, hve ljúft það er að add vera til.
Eyja meyja og peyja, lof mér að segja,
ó, hve ljúft það er að add vera til.
Í bleikri brekkunni við syngjum saman.
Svo ljúft að vera þér við hlið
Í þínum örmum svo hlýtt svo gaman.
Vor bjarta framtíð blasir við.
Hér er hamingja, ást og gleði.
Stemmingin í dalnum er svo blíð.
Forréttindi að vera með í,
veisluhöldunum á þjóðhátíð.
Eyja meyja og peyja, lof mér að segja,
ó, hve ljúft það er að add vera til.
Eyja meyja og peyja, lof mér að segja,
ó, hve ljúft það er að add vera til.
4)  Lag: ÞÓRSMERKURLJÓÐ

Ennþá geymist það mér í minni,
María, María,
hvernig við fundumst í fyrsta sinni,
María, María.
Upphaf þess fundar var í þeim dúr,
að ætluðum bæði í Merkurtúr.
María, María, María, María, María, María.
Margt skeður stundum í Merkurferðum,
María, María,
mest þó ef Bakkus er með í gerðum,
María, María.
Brátt sátu flestir kinn við kinn
og kominn var galsi í mannskapinn.
María, María, María, María, María, María.
Troddu þér nú inn í tjaldið hjá mér,
María, María,
Síðan ætla ég að sofa hjá þér.
María, María.
Svo örkum við saman vorn æviveg
er ekki tilveran dásamleg?
María, María, María, María, María, María.
5)  Lag: Í LEIKSKÓLA ER GAMAN

Í leikskóla er gaman
þar leika allir saman.
Leika úti og inni
og allir eru með.
Hnoða leir og lita,
þið ættuð bara að vita
hvað allir eru duglegir
í leikskólanum hér.
6)  Lag: PRUMPUFÓLKIÐ

Í Vestur bænum býr skrítinn karl
og jafnvel furðulegri er konan hans.
Hann er með rosalega bumbu
úti’ á götu þau tvö stíga trylltan dans.
Þau skreyttu jólatré í júní
og karlinn sagðist vera kind.
Þau stóðu á höndum út á túni
og fóru bæði að leysa vind.
Og karlinn prumpar svona …
og konan prumpar svona …
og krakkarnir prumpa með …
La la la la la la la la la la la la la.
7)  Lag: FLJÚGA HVÍTU FIÐRILDIN

Fljúga hvítu fiðrildin
fyrir utan glugga.
Þarna siglir einhver inn
ofurlítil dugga.
Afi minn og amma mín
úti’ á Bakka búa.
Þau eru bæði sæt og fín,
þangað vil ég flúa.
Afi minn fór á honum Rauð
eitthvað suður’ á bæi,
sækja bæði sykur og brauð,
sitt af hvoru tagi.
Sigga litla systir mín
situr úti’ í götu,
er að mjólka ána sín
í ofurlitla fötu.
8)  Lag: BJARNASTAÐABELJURNAR

Bjarnastaðabeljurnar,
Þær baula mikið núna.
Þær eru að verða vitlausar
Það vantar eina kúna.
Það gerir ekkert til.
Það gerir ekkert til.
Hún kemur um miðaftansbil.
9)  Lag: MANSTU EKKI EFTIR MÉR

Ég er á vesturleiðinni, á háheiðinni.
á hundraðogtíu ég má ekki verða of seinn, óó!
Það verður fagnaður mikill vegnar opnunar, flugrillsjoppunnar.
svo ég fór og pantaði borð fyrir einn.
Ég fresta því stöðugt að fá mér starf, síðan síldin hvarf,
enda svolítið latur til vinnu en hef það samt gott, ó ó
En konurnar fíla það mætavel, allflestar að ég tel,
ég er og verð bóhem og þeim finnst það flott.
Manstu ekki eftir mér, mikið lítur þú vel út beibí, frábært hár.
Manstu ekki eftir mér, hvar ertu búinn að vera öll þessi ár.
Ég hef nokkuð lúmskan grun um að, ein gömul vinkona
geri sér ferð þangað líka ég veit hvað ég syng, óó.
Hún er svo til á sama aldri og ég, asskoti hugguleg
og svo er hún á hraðri leið inná þing.
10)  Lag: LITLA FLUGAN

Lækur tifar létt um máða steina.
Lítil fjóla grær við skriðufót.
Bláskel liggur brotin milli hleina.
Í bænum hvílir íturvaxin snót.
Ef ég væri orðin lítil fluga,
ég inn um gluggann þreytti flugið mitt,
og þó ég ei til annars mætti duga,
ég eflaust gæti kitlað nefið þitt.
11)  Lag: KOMDU INN Í KOFANN MINN

Komdu inn – í kofann minn,
er kvölda og skyggja fer.
Þig skal aldrei iðra þess
að eyða nótt hjá mér.
Við ævintýraeldana
er ýmislegt að sjá,
og glaður skal ég gefa þér
allt gullið sem ég á,
Tíu dúka tyrkneska
og töfraspegla þrjá
níu skip frá Noregi
og naut frá Spáníá,
austurlenskan aldingarð
og íslenskt höfuðból
átta gráa gæðinga
og gylltan burðarstól,
Komdu inn í kofann minn,
er kvölda og skyggja fer.
Alltaf brennur eldurinn
á arninum hjá mér.
Ég gleymdi einni gjöfinni,
og gettu, hver hún er.
Ég gleymdi bestu gjöfinni,
ég gleymdi sjálfum mér.
12)  Lag: ÉG MAN ÞAÐ SVO VEL

Manstu það hvernig ég sveiflaði þér?
Fram og tilbaka í örmunum á mér
Ég man það, ég man það svo vel
Því þessar minningar, minningar kvelja mig, kvelja mig
Gerðu það, leyf mér að leiða þig
Í síðasta skipti
Haltu í höndina á mér og ekki sleppa
Sýndu mér aftur hvað er að elska
Og oh-oh-oh-oh
Segðu mér
Að þú finnir ekkert og enga neista
Og slokknað í þeim glóðum sem brunnu heitast
Þá rata ég út
13)  Lag: STÁL OG HNÍFUR

Þegar ég vaknaði um morguninn
er þú komst inn til mín.
Hörund þitt eins og silki
andlitið eins og postulín.
Við bryggjuna bátur vaggar hljótt,
í nótt mun ég deyja.
Mig dreymdi dauðinn segði komdu fljótt
það er svo margt sem ég ætla þér að segja.
Ef ég drukkna, drukkna í nótt,
ef þeir mig finna.
Þú getur komið og mig sótt
þá vil ég á það minna.
Stál og hnífur er merki mitt
merki farandverkamanna.
Þitt var mitt og mitt var þitt
meðan ég bjó á meðal manna.
14)  Lag: KÁTIR VORU KARLAR

Kátir voru karlar
á kútter Haraldi
til fiskiveiða fóru
frá Akranesi.
Og allir komu þeir aftur
og enginn þeirra dó.
Af ánægju út að eyrum
hver einasta kerling hló.
15)  Lag: KÖTUKVÆÐI

Það var um kvöld eitt að Kötu ég mætti.
Hún var að koma af engjunum heim.
Það var í ágúst að áliðnum slætti
og nærri aldimmt á kvöldunum þeim.
Hún var svo ung eins og angandi rósir,
ég hafði aldrei séð hana fyrr.
Um vanga dönsuðu lokkarnir ljósir
og augun leiftruðu þögul og kyrr.
Hlýtt ég tók í hönd á Kötu,
horfði í augun djúp og blá.
Gengum síðan burt af götu,
geymdi okkur náttmyrkrið þá.
En þegar eldaði aftur og birti,
í hjarta ákafan kendi ég sting.
Og fyrir augum af angist mér syrti,
hún var með einfaldan giftingarhring.
16)  Lag: RANGUR MAÐUR

Af hverju get ég ekki,
lifað eðlilegu lífi?
Af hverju get ég ekki,
lifað bisnesslífi,
keypt mér hús, bíl og íbúð.
Af hverju get ég ekki,
gengið menntaveginn
þangað til að ég æli.
Af hverju get ég ekki,
gert neitt af viti,
af hverju fæddist ég lúser jééé.
Ég er rangur maður
á röngum tíma
í vitlausu húsi..
Af hverju er lífið svona ömurlegt,
ætli það sé skárra í Simbabwe.
Af hverju var ég fullur á virkum degi,
af hverju mætti ég ekki í tíma.
Af hverju get ég ekki,
byrjað í íþróttum
og hlaupið um eins og asni.
Af hverju get ég ekki,
verið jafn hamingjusamur
og Sigga og Grétar í Stjórninni jééé.
Ég er rangur maður
á röngum tíma
í vitlausu húsi.
17)  Lag: ÞYKKVABÆJARROKK

Þegar ég var pínulítill patti
var mamma vön að vagga mér í vöggu
í þeim gömlu kartöflugörðnum heima.
Það var í miðjum Þykkvabænum
svona 1.6 km frá sænum
í þeim gömlu, kartöflugörðunum heima:
Og þegar kartöflurnar fara að mygla
hætta þær að fara í fyrsta flokk
í þeim gömlu, kartöflugörðunum heima.
Það var í miðjum Þykkabænum
svona einn komma sex kílómetra frá sænum
þeim gömlu, kartöflugörðunum heima.
18)  Lag: ÓLAFÍA, HVAR ER VIGGA?

Ólafía, hvar er Vigga?
Ólafía, hvar er Vigga?
Hún er uppi í sveit
að elta gamla geit.
Ólafía, hvar er Vigga?
Vigga, hvar er Ólafía,
Vigga hvar er Ólafía?
Hún var bakvið skúr,
að klæða kallinn úr,
Vigga, hvar er Ólafía?
19)  Lag: TÝNDA KYNSLÓÐIN

Pabbi minn kallakókið sýpur
hann er með eyrnalokk og strýpur
og er að fara á ball,
hann er að fara á ball.
Mamma beyglar alltað munninn
þegar hún maskarar augun
og er að fara á ball,
hún er að fara á ball.
Blandaðu mér í glas segir hún
út um neðra munnvikið.
Ekki mikið kók, ekki mikinn ís,
réttu mér kveikjarann.
Barnapían er með blásið hár
og pabbi yngist upp um
átján ár á nóinu.
Drífðu þig nú svo við missum
ekki af Gunnari og sjóinu.
Pabbi minn setur Stóns á fóninn
fæst ekki um gömlu partýtjónin,
hann er að fara á ball,
hann er að fara á ball.
20)  Lag: DET VAR BRÆNDEVIN I FLASKEN

Det var brændevin i flasken
Det var brændevin í flasken da vi kom,
det var brændevin í flasken da vi kom.
Men da vi gik, så var den tom.
Det var brændevin í flasken da vi kom.
Syng så jah, jah, jibbi, jibbi jah,
syng så jah, jah, jibbi, jibbi jah.
Men da vi gik så var den tom.
Det var brændevin i flasken da vi kom.
Det var whisky i en kasse som vi fik,
det var whisky i en kasse som vi fik.
Men da vi gik, så var vi ,,hik“.
Det var whisky i en kasse som vi fik.
De var allesammen jomfru da vi kom,
de var allesammen jomfru da vi kom.
Men da vi gik så var de bom.
De var allesammen jomfru da vi kom.
Du må ha’min gamle kone når jeg dør,
du må ha’min gamle kone når jeg dør.
Du skal ikke være bange, hun har sovet hos så mange.
Du må ha’min gamle kone når jeg dør.
Mér er sama hvar ég lendi, þegar ég dey,
mér er sama hvar ég lendi, þegar ég dey.
Því ég á vini á báðum stöðum,
sem að bíða mín í röðum.
Mér er sama hvar ég lendi, þegar ég dey.
21)  Lag: ÉG VEIT ÞÚ KEMUR

Ég veit þú kemur í kvöld til mín
þótt kveðjan væri stutt í gær.
Ég trúi ekki á orðin þín,
ef annað segja stjörnur tvær.
Og þá mun allt verða eins og var
sko áður en þú veist, þú veist.
Og þetta eina sem útaf bar
okkar á milli í friði leyst.
Og seinna, þegar tunglið hefur tölt um langan veg,
þá tölum við um drauminn sem við elskum, þú og ég.
Ég veit þú kemur í kvöld til mín
þótt kveðjan væri stutt í gær.
Ég trúi ekki á orðin þín,
ef annað segja stjörnur tvær.
22)  Lag: VERTU EKKI AÐ PLATA MIG

Ég sá hana á horninu á Mánabar,
hún minnti mig á Brendu Lee.
Ég skellti krónu’í djúkboxið,
og hækkaði vel í því.
Hún þagði bara’og lakkaði’á sér neglurnar
og þóttist ekki taka’ eftir mér.
Í hægðum mínum labbaði að borðinu
og sagði hátt.
Komdu með, ég bið þig,
komdu með, ég bið þig.
Ég vona að þú segir ekki nei við mig,
því trúðu mér ég dái þig.
Það eina sem skiptir máli
er þú og ég.
Vertu ekki að plata mig,
þú ert bara að nota mig.
Ég er ekki eins og allar stelpurnar
sem hoppa’upp í bíla, með hverjum sem er.
23)  Lag: ÚT Í EYJUM

Út í Eyjum bjó Einar kaldi, er hann hér enn?
Hann var öðlingsdrengur,
já svona eins og gengur um Eyjamenn.
Í kvennmannsholdið kleip hann soldið.
klípur hann enn?
Hann sigldi um sæinn svalan æginn
siglir hann enn?
Við spyrjum konur og menn
Allir saman nú! Tra la la la la la…..
hann bjargaði sér fyrir björgin simm
Tra la la la la la…. þær báðu hans einar fimm.
Hann unni einni Önnu hreinni, ann hann henni enn?
En hvar er Anna, elsku Anna?
Við spyrjum konur og menn:
Hann sást með Guddu, sætri buddu, í suðlægri borg
En Anna situr ein og bitur í ástarsorg.
Allir saman nú! Tra la la la la……
Hann bjargaði sér fyrir björgin dimm
Tra la la la la…Þær báðu hans einar fimm.
Mér er sem ég sjái hann Einar kalda.
mér er sem ég sjái hann Einar hér.
::Er hann kannski búinn að tjalda við hliðina á þér?;:
24)  Lag: ÉG ER KOMINN HEIM

Er völlur grær og vetur flýr,
og vermir sólin grund.
Kem ég heim og hitti þig,
verð hjá þér alla stund.
Við byggjum saman bæ í sveit,
sem brosir móti sól.
Þar ungu lífi landið mitt
mun ljá og veita skjól.
Sól slær silfri á voga,
sjáðu jökulinn loga.
Allt er bjart yfir okkur tveim
því ég er kominn heim.
Að ferðalokum finn ég þig,
sem mér fagnar höndum tveim.
Ég er kominn heim,
já ég er kominn heim.