Í túninu heima fer fram 27.-29. ágúst

Stefnt er að því að halda bæjarhátíðina Í túninu heima með glæsibrag í lok ágúst. Aflýsa þurfti hátíðinni í fyrra vegna heimsfaraldursins og samkomutakmarkana sem þá voru í gildi. Allt lítur út fyrir að hátíðin verði haldin í ár, helgina 27.-29. ágúst. Hátíðin er sannkölluð fjölskylduhátíð þar sem allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi í fjölbreyttri dagskrá. Íbúar, félagasamtök og fyrirtæki í Mosfellsbæ eru hvött til að taka virkan þátt í hátíðarhöldunum. Ef þið lumið á hugmyndum eða viljið vera með viðburði, þá endilega sendið póst á ituninuheima@mos.is.