Vinningshafar í heilsueflandi samfélagsmiðlaleik

Hér má sjá vinningshafa ásamt Ólöf Kristínu Sívertsen, verkefnisstjóra Heilsueflandi samfélags í Mosfellsbæ. Verðlaunaafhendingin fór fram á Fyrirmyndardeginum sl. laugardag. Frá vinstri: Eva María (3. sæti), Elsa Björg (aukaverðlaun), Ólöf, Elmar (4. sæti), Dagbjört Lára (1. sæti) og Tjörvi (2. sæti).

Hér má sjá vinningshafa ásamt Ólöf Kristínu Sívertsen, verkefnisstjóra Heilsueflandi samfélags í Mosfellsbæ. Verðlaunaafhendingin fór fram á Fyrirmyndardeginum sl. laugardag. Frá vinstri: Eva María (3. sæti), Elsa Björg (aukaverðlaun), Ólöf, Elmar (4. sæti), Dagbjört Lára (1. sæti) og Tjörvi (2. sæti).

Heilsueflandi samfélag í Mosfellsbæ stóð á dögunum fyrir samfélagsmiðlaleik fyrir nemendur í 8.-10. bekk í grunnskólum bæjarins.
Tilgangur verkefnisins var sá að vekja ungmennin til umhugsunar um mikilvægi og ábyrgð á eigin heilsu og vellíðan. Jafnframt var mikilvægt að koma því til skila að þótt næring og hreyfing séu mjög mikilvægir þættir þegar kemur að heilsueflingu þá skipti félagslegi þátturinn ekki síður máli, það að vera með fólki og eiga góða vini og fjölskyldu.

Hugmyndaríkir krakkar
„Þátttakan í leiknum fór fram úr björtustu vonum og skiluðu ungmennin inn hverri glæsimyndinni á fætur annarri,“ segir Ólöf Sívertsen verkefnastjóri. „Fjölbreytni myndefnis gaf það svo sannarlega til kynna að þau hefðu áttað sig á mikilvægi allra fyrrnefndra þátta, þ.e. líkamlegra, andlegra og félagslegrar vellíðunar.
Það var ekki einfalt verk að finna vinningshafana en í störfum dómnefndar var horft til ýmissa þátta s.s. frumleika, heildarhugsunar, fjölda mynda, hugmyndauðgi og skilaboða.“

Glæsileg verðlaun afhent
Verðlaunin voru ekki af verri endanum en fyrir 1. sætið var það iPhone 7 sími og gjafakort í Intersport að upphæð 50.000 kr. Fyrir 2.-4. sæti voru einnig gjafabréf frá Inter­sport ­og tveir aðilar fengu aukaverðlaun frá Keiluhöllinni í Egilshöll.
Hér má sjá nokkrar af myndum vinningshafanna en hægt er að skoða allar myndir á Instagram undir merkinu #mosoheilsa.

#mosoheilsa

A post shared by Dagbjört Lára Bjarkadóttir (@_dagbjort_lara) on

?? #bmx #mosoheilsa

A post shared by Tjörvi Arnarsson (@tjxrvi_arnarsson) on

#mosoheilsa

A post shared by Eva María (@eva_maria03) on

5 á dag, hvern dag????? #mosoheilsa

A post shared by Dab (@djemmixd) on