Uppbygging í Mosfellsbæ

Bryndís Haralds

Bryndís Haralds

Það fer ekki fram hjá neinum sem leið á um Helgafellshverfi þessar vikurnar að þar er mikið um að vera. Helgafellshverfið er núna stærsti vinnustaðurinn í Mosfellsbæ, þar vinna smiðir, múrarar og fleiri iðnaðarmenn að því að reisa í kringum 400 íbúðir. Uppbyggingin í Leirvogstungu er einnig mikil en þar eru um þessar mundir um það bil 100 íbúðir í byggingu.
Þessi uppbygging er öll í samræmi við áætlanir, reyndar er töluvert langt síðan þessi hverfi voru tilbúin fyrir uppbyggingu en það er ekki fyrr en núna sem byggingariðnaðurinn er farinn að taka aftur við sér eftir hrun.
Í þessum hverfum fullbyggðum gætu búið ríflega 4000 manns, gert er ráð fyrir um 1200 íbúðum í Helgafellshverfi öllu og rúmlega 400 íbúðum í Leirvogstungu. Til samanburðar búa um 4300 manns í Vestmannaeyjum. Óvíst er hvenær hverfin verði fullbyggð, en líklegt má telja það það gerist á næstu 10 árum.
Í miðbænum hefst fljótlega bygging um 40 íbúða við Þverholt. Kvaðir er á lóðinni um að allavega 30 þeirra verði leiguíbúðir. Einnig er nú unnið að því að hefja uppbyggingu í Háholti og Bjarkarholti, þar sem rísa munu glæsilegar íbúðir.

Fjölskyldubærinn
Í Mosfellsbæ er mikið af börnum og hingað sækir fjölskyldufólk, því fylgir þörf á leik- og grunnskólum. Í Helgafellshverfi mun rísa leik- og grunnskóli innan tíðar þar sem sveitarfélagið hefur hafið undirbúning að stofnun Helgafellsskóla. Þar verða bæði leik- og grunnskólabörn, en gert er ráð fyrir að í hverfinu rísi annar leiksskóli síðar. Í Leirvogstungu er í dag fjögurra deilda leiksskóli en börn þaðan sækja Varmárskóla þegar þau koma á grunnskólaaldur.

En af hverju er svona mikill uppbyggingu í Mosfellsbæ? Ástæðurnar eru nokkrar en fyrst og fremst sú staðreynd að í Mosfellsbæ er gott að búa.

Bryndís Haralds
Bæjarfulltrúi og formaður skipulagsnefndar