Theódór Kristjánsson sækist eftir 5. sæti

teddi5

Theódór Kristjánsson sækist eftir 5. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ sem fram fer laugardaginn 10. febrúar. Theódór hefur tekið virkan þátt í sveitarstjórnarmálum í bænum frá árinu 2006. Hann hefur setið í bæjarstjórn frá árinu 2014 og er formaður fjölskyldunefndar. Þá situr hann í skipulagsnefnd bæjarins og í stjórn skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins. „Ég er verulega stoltur af því að vera einn af kjörnum fulltrúum Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ og þess meirihluta sem nú er við völd og hef áhuga á að taka þátt í áframhaldandi uppbyggingu bæjarins.“ Theódór er kvæntur Maríu Pálsdóttur og eiga þau þrjú börn og eitt barnabarn.