Styrkir til ungmenna

styrkirungmenna

Styrkþegar ásamt fulltrúum íþrótta- og tómstundanefndar.

Íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar veitti á dögunum styrki til efnilegra ungmenna á aldrinum 14-20 ára.
Markmiðið er að gefa einstaklingum sömu tækifæri og jafnöldrum þeirra til að njóta launa á sama tíma og þau stunda list sína, íþrótt eða tómstund yfir sumartímann. Styrkurinn er fólginn í launum frá vinnuskóla Mosfellsbæjar og er einstaklingum þannig gefið tækifæri til að einbeita sér frekar að sinni grein og ná meiri árangri.

Að þessu sinni hlutu 10 ungmenni styrk frá Mosfellsbæ, 5 stúlkur og 5 strákar.
Andri Már Guðmundsson (golf)
Birkir Benediktsson (handbolti)
Bjarkey Jónasdóttir (sund)
Eydís Embla Lúðvíksdóttir (knattspyrna)
Freyja Gunnarsdóttir (píanó)
Hlynur Sævarsson (saxófón)
Kristófer Karl Karlsson (golf)
Sandra Eiríksdóttir (frjálsíþróttir)
Sverrir Haraldsson (golf)
Þóra María Sigurjónsdóttir (handbolti)