Styrkir til efnilegra ungmenna

Magnús Þór, Cecelía Rán, Arnór Daði, Kristín Sól, Hlynur Logi, Arna Karen og Ragnar Már. Á myndina vantar Arnór Gauta, Ólaf Má, Ernu Sóleyju og Dagmar Ýri.

Magnús Þór, Cecelía Rán, Arnór Daði, Kristín Sól, Hlynur Logi, Arna Karen og Ragnar Már. Á myndina vantar Arnór Gauta, Ólaf Má, Ernu Sóleyju og Dagmar Ýri.

Íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar veitir árlega styrki til efnilegra ungmenna á aldrinum 14-20 ára.
Markmiðið með styrkjunum er að gefa styrkþegum sömu tækifæri og jafnöldrum gefast til að njóta launa, á sama tíma og þau stunda af kappi sína list, íþrótt eða tómstund yfir sumartímann.
Styrkurinn er fólginn í launum frá vinnuskóla Mosfellsbæjar og er einstaklingum þannig gefið tækifæri til að einbeita sér frekar að sinni grein og ná enn meiri árangri. Að þessu sinni sóttu 36 ungmenni um styrkinn en 11 hlutu styrk.
Arna Karen Jóhannsdóttir badminton, Arnór Daði Rafnsson gítar, Arnór Gauti Jónsson knattspyrna/handbolti, Cecelía Rán Rúnarsdóttir knattspyrna, Dagmar Ýr Eyþórsdóttir rafgítar, Erna Sóley Gunnarsdóttir frjálsar, Hlynur Logi Ingólfsson körfubolti, Kristín Sól Guðmundsdóttir golf, Ólafur Már Einarsson, knattspyrna, Magnús Þór Sveinsson rytmískt píanónám, Ragnar Már Ríkarðsson, golf.