Snarpur er nýtt app í símann

Viðar með Snarp við höndina.

Viðar Hauksson með Snarp við höndina.

Hjónin Viðar Hauksson og Lýdía Grímsdóttir hafa undanfarið ár hannað og þróað smáforritið Snarpur sem er aðgengilegt fyrir bæði Android og Iphone notendur.
Snarp­ur er smáforrit sem eykur skilvirkni í viðskiptum fagaðila í iðngreinum og einstaklinga sem þurfa á fagaðstoð að halda. Viðar er iðnaðarmaður og fékk hugmyndina þegar hann sjálfan vantaði minni verkefni á milli stærri verkefna.

Einfalda ferlið
„Hugmyndin er að einfalda ferlið á milli fagaðila og einstaklinga. Í gegnum forritið geta einstaklingar nálgast fagaðila í ólíkum iðngreinum, búið til og deilt verki á markaðstorgi Snarps og óskað eftir tilboðum fagaðila. Að sama skapi gerir forritið fagaðilum kleift að nálgast auglýst verk einstaklinga sem henta tíma og aðstæðum hverju sinni og gera í þau tilboð.“

Hugmynd í stöðugri þróun
„Smáforritið eða appið er mjög einfalt í notkun og bæði einstaklingar og fagaðilar geta stofnað sinn aðgang. Segjum sem svo að þú sért að fara taka eldhúsinnréttinguna í gegn og vanti í verkið smið, rafvirkja og pípara. Þú býrð þá til verk þar sem þú óskar eftir tilboði frá þessum fagaðilum allt á einum stað. Þetta einfaldar allar boðleiðir og skilar vonandi skilvirkari vinnu.
Við erum spennt að sjá hvernig viðbrögðin verða og ætlum okkur að halda áfram að þróa þessa hugmynd,“ segir Viðar að lokum.

Hér er hægt að nálgast appið í símann.