Pólitík getur verið mjög skemmtileg

oddvitar_mosfellingur_sigrún

Kjósendur í Mosfellsbæ geta valið á milli átta framboða í sveitarstjórnarkosningunum laugardaginn 26. maí. Í nýjasta tölublaði Mosfellings sitja oddvitar framboðanna fyrir svörum. Hér er á ferðinni oddviti Íbúahreyfingarinnar og Pírata.

Nafn:
Sigrún H. Pálsdóttir.

Aldur:
Á besta aldri.

Gælunafn:
Sigrún.

Starf:
Bæjarfulltrúi og leiðsögumaður.

Fjölskylduhagir:
Gift og tveggja barna móðir.

Hvar býrðu?
Í Lágafellshverfi.

Hvað hefur þú búið lengi í Mosó?
15 ár.

Hvað áttu marga vini á Facebook?
560.

Um hvað snúast kosningarnar 2018?
Gegnsæi, lýðræðisumbætur og velferð Mosfellinga.

Hver er merkasti Mosfellingurinn?
Jón Kalman.

Hvernig er kynjahlutfall og aldursdreifing á listanum ykkar?
10 konur, 8 karlar. Yngst 30 ára/elstur 68 ára.

Hefur þú komist í kast við lögin?
Nei.

Er pólitík skemmtileg?
Pólitík er mjög verðugt viðfangsefni og getur verið mjög skemmtileg.

Uppáhaldsviðburður í Mosó?
Jólabókakynningin í Bókasafni Mosfellsbæjar og bæjarhátíðin Í túninu heima.

Hvað drekkur þú marga kaffibolla á dag? 2.

Fallegasti staður í Mosfellsbæ?
Gönguleiðin eftir bökkum Varmár.

Besti matur í Mosó?
Kalkúnn frá Reykjabúinu, grænmeti úr heimabyggð og konfekt úr Mosfellsbakaríi.

Eitthvað sem fólk veit ekki um þig?
Hvað mér finnst gott að vinna að næturlagi.

Hverja tækir þú með þér á eyðieyju?
Hengirúmið, góðar bækur og þjón.

Hvað finnst þér vanta í Mosó?
Menningarhús með góðum matsölustað.

Síðasta SMS sem þú fékkst?
Frá vinkonu á ferð um Kína.

Hvað er markmiðið að ná mörgum inn í bæjarstjórn?
4.

Með hverjum hugnast þér að starfa eftir kosningar? Fólki sem brennur fyrir því að auka gegnsæi og knýja fram stjórnsýslubreytingar í Mosfellsbæ.

Spilar árangur flokksins á landsvísu rullu í Mosó?
Nei, ekki beint, en við hlökkum til að eiga bakland í Pírötum á þingi.

Af hverju ætti fólk að kjósa þinn lista?
Vegna þess að við vinnum af krafti og heilindum að velferð Mosfellinga.

—–

Kynning á framboðslista Íbúahreyfingarinnar og Pírata – Endurnýjun tímabær – Valkostur í boði

Íbúahreyfingin og Píratar á Facebook