Orð um tónlistarhús

Þorbjörn Kl. Eiríksson

Þorbjörn Kl. Eiríksson

Til þeirra sem stjórna og koma til með að stjórna í þessu bæjarfélagi, MOSFELLSBÆ.

Það virðist eins og allir vilji gera þennan bæ okkar að menningarbæ þar sem búa og starfa þekktustu listamenn á öllum sviðum. Þar með talinn fjöldi kóra sem er í Mosfellsbæ, en það er engin aðstaða fyrir þá til æfinga né til söngs og aðrar uppá­komur fyrir bæjarbúa og aðra til að hlusta á í almennilegu tónlistarhúsi.

Kór eldri borgara, Vorboðar, varð að fá inni í Reykjavík vegna söngtónleika sem kórinn stóð fyrir ásamt fjórum öðrum kórum sem hafa skipt með sér kórahaldi á hverju ári, og kom nú í hlut Vorboða að halda sameiginlega kvöldvöku sem milli 200-300 manns sækja.
Hvert var farið til þessarar samkomu? Alla leið í félagsheimili Seltjarnarness.

Það er oft búið að tala um, og ég held af öllum flokkum nema þeim sem eru að kom inn núna, (það fólk sem er þar þekkir þetta), að stækka þarf Hlégarð, en ekkert gerist í þeim málum. En ef rætt er um að við þurfum að stækka við Varmárhöllina þá er rokið í það og líka að byggja yfir fótboltavöllinn. Allt er það gott og gilt, en það þarf að forgangsraða.
Ég vil koma þessari samantekt til þeirra sem eru að huga að sókn í stjórnun bæjarfélagsins og þeirra sem verða á hliðarlínunni. Brettið nú upp ermar og gangið í stækkun Hlégarðs strax!

Þegar ég setti þetta á Facebook á sínum tíma, jú þá þóttust allir hafa haft þetta á stefnuskrá sinni, (gömlu) flokkarnir voru með þetta á sínum kosningabæklingum, en ég sá það ekki hjá hinum.

Þorbjörn Kl. Eiríksson